Gyðadröfn: Snapshots from Miami

Jæja…LOKSINS heyrist aftur frá mér! Ég vona að þið hafið verið farin að sakna mín, ég var allavega farin að sakna þess mjög mikið að blogga! Þar sem ég er búin að vera stödd í Miami seinustu tvær vikur, og hótel wifi-ið mitt var ekki nógu gott til að setja inn myndir á bloggið, ákvað ég að taka mér smá frí á meðan ég væri úti, en er mætt aftur til leiks og aldrei verið ferskari. Ég er nýlent á Íslandi eftir laaaangt ferðalag heim og er ennþá að venjast tímamismuninum, en loksins get ég sýnt ykkur myndir og sagt ykkur frá öllu sem ég gerði!

IMG_3699_fotor

Við flugum frá Keflavík til New York, þar sem við höfðum mjög skammann tima til að koma okkur í flugvélina okkar til Miami. Það reddaðist þó allt og við náðum fluginu sem betur fer, og áður en við vissum af vorum við mætt upp á hótelið okkar. Við gistum á Hilton hótelinu í Downtown Miami, og eins og þið sjáið á myndinni efst til vinstri var útsýnið út um gluggann okkar ekki af verri endanum! Hótelið bauð að sjalfsögðu upp á frábært morgunverðarhlaðborð sem mér leiddist svo sannarlega ekki..eitt það besta við að fara til útlanda og gista á hóteli finnst mér vera að fara í morgunmatinn. Ég er algjörlega týpan sem fær mér allt sem er í boði og tek svo einn bita af öllu..

IMG_3642_fotor

Fyrsta daginn sem við vöknuðu í Miami drifum við okkur út og fórum á Collins Avenue, en það er verslunargata rétt hjá Miami Beach sem ég vissi að mig langaði að kíkja á. Umhverfið þarna er allt ótrúlega fallegt, allt í ljósum og björtum litum, og auðvitað pálmatré út um allt. Mér fannst borgin sjálf virkilega falleg og snyrtileg, og ég elska krúttlegu bleiku gangstéttirnar sem eru góð tilbreyting frá þeim gráu á Íslandi. Fyrsta búðin sem greip augað mitt var Dash, en fyrir þá sem ekki vita er það fataverslun í eigu Kardashian systranna.

IMG_0472_fotor

Frá Collins Avenue er hægt að labba beint niður á Miami Beach. Við vorum svo spennt að kíkja á ströndina að við drifum okkur þangað, en það fór samt ekki betur en svo að við vorum alltof vel klædd og þurftum að flýja aftur uppá hótel til að fara í léttari föt. Maður var svolítinn tíma að venjast þessum mikla hitamun sem er þarna og heima, og fyrstu dagana langaði mig mest til að ganga um í bikiní allann daginn.

IMG_36760_fotor

Það var þessvegna ekkert annað í boði en að fara og kæla sig í rooftop sundlauginni á hótelinu, en hún var ótrúlega fín og sundlaugarbakkinn var fullkominn staður til að slaka á í sólinni.

IMG_0487 (1)_Fotor_Collage

Næstu daga notuðum við í að skoða okkur um og ákveða hvað okkur langaði að gera. Mjög nálægt hótelinu okkar var staður sem hét Bayside en þar var höfn þar sem heimamenn lögðu snekkjunum sínum (að sjálfsögðu), og þar var líka skemmtilegt markaðstorg og fullt af búðum og veitingastöðum. Við löbbuðum oft niður á Bayside og kíktum í búðirnar og fengum okkur að borða. Þar var alveg ótrúlega skemmtilegt að vera á kvöldin en svæðið er allt lýst upp, og svo eru lifandi tónlistaratriði á hverju kvöldi, og endalaust af kokteilbörum þar sem var mjög kósý að sitja.

IMG_0487 (1)_Fotor_Collage5

Eitt af því sem ég vissi að mig langaði að gera í ferðinni var að kíkja í dýragarð, en ég er algjört barn þegar kemur að svoleiðis stöðum. Mér finnst svo ótrúlega skemmtilegt að skoða dýrin, enda er ég algjör dýravinur og elska allt sem er loðið. Þar var í boði að fá að leika við litla lemúra-unga, og það var eitthvað sem ég gat alls ekki látið fram hjá mér fara. Við fengum að fara inn í herbergi með 10 litlum lemúrum sem hlupu út um allt og léku við okkur. Þeir voru eitt það allra sætasta sem ég hef séð, og loðnu mjúku puttarnir þeirra eru bara alltof krúttlegir. Þeir klifruðu á okkur og kúrðu hjá okkur, báðu um undir-handa klór og nöguðu á mér tærnar. Þarna hefði ég getað verið allann daginn!

IMG_0487 (1)_Fotor_Collage6

Það var samt eitt sem stóð algjörlega uppúr í dýragarðinum, en það var þegar við fengum að fara inn til kengúranna. Þar hitti ég eina þriggja ára kengúrustelpu sem hét Bonnie, og ég sver að við vorum jafn ástfangnar af hvor annari. Hún kom strax til mín og knúsaði mig alveg endalaust, og ég gaf henni endalaust knús til baka. Þessi litla kengúra stal algjörlega hjartanu mínu!

IMG_0487 (1)_Fotor_Collage4

Uppi á hótelinu okkar var svona bæklingur með hlutum sem var hægt að gera, og þegar kæró rak augun í “Seal Swim”, vissi ég að það þyrfti ég að fara í. Við fórum þessvegna í Miami Seaquarium og ég pantaði mér tíma í að fá að synda með selunum. Fyrst fékk ég að synda með þeim í lauginni þeirra (meðan aðrir gestir garðsins skoðuðu mig ásamt selunum haha), og svo fékk ég að leika sérstaklega við einn sérstakann sel. Sandy hét selastelpan mín og hún var 28 ára. Þetta var algjörlega eitt það fyndnasta sem ég hef gert, enda hversu oft fær maður að gera allskonar trikk með fullvöxnum (feitum) sel? Hún kom á hestbak á mér, lét mig halda á sér, við flutum saman, ég gaf henni fisk og svo fékk ég einn blautann selakoss líka. Þetta var alveg virkilega skemmtileg upplifun, og Sandy var svo ótrúlega fyndin, þið hefðuð átt að sjá hana brosa með tönnunum þegar myndavélin kom fram

IMG_3688_Fotor_Collage16

Á milli þess sem ég knúsaði öll dýr sem mögulega var hægt fengum við okkur að sjálfsögðu fullt af góðum mat, enda kunna þeir alveg að búa hann til þarna í Ameríku..ég sver að ég kem heim 5 kílóum þyngri! Uppáhaldið okkar var Cheescake Factory, en maturinn þar er bara alltof góður! Skammtarnir eru risastórir og sítrónukjúklingurinn sem ég pantaði mér hefði dugað mér í örugglega þrjár máltíðir! Ég gæfi reyndar ansi mikið fyrir þennann sítrónukjúkling akkúrat núna en hann var eitt það besta sem ég hef smakkað.

IMG_0487 (1)_Fotor_Collage3

Í nokkurra mínútna göngufæri frá hótelinu okkar var American Airlines Arena leikvangurinn, en það er heimavöllur Miami Heat körfuboltaliðsins. Hann er líka notaður fyrir allskonar tónleika og uppákomur, og við ákváðum að athuga hvort það væri eitthvað skemmtilegt á meðan við værum í Miami. Við vorum svo heppin að Chris Brown var akkúrat að spila eitt fimmtudagskvöldið, og við bara urðum að skella okkur! Tónleikarnir voru algjör upplifun, enda langstærsta tónleikahöll sem ég hef komið í. Auk Chris Brown voru nokkrir að hita upp, til dæmis Fetty Wap, sem okkur fannst allir eiginlega spenntari fyrir en Chris Brown sjálfum. Showið var alveg virkilega flott og stemmingin í höllinni var geggjuð!

IMG_0487 (1)_Fotor_Collage2

Við tókum líka nokkra daga á ströndinni, enda South Beach örugglega frægasti staðurinn í Miami. Það er alltaf ljúft að kíkja á ströndina, og sjórinn var að sjálfsögðu heitur og góður. Það hitti akkúrat þannig á að alla dagana sem við ákváðum að fara á ströndina var ekki ský fyrir sólu, svo við fengum aldeilis að njóta sólarinnar þar.

IMG_3940 (1)_Fotor_Collage15

Reyndar lék veðrið alveg við okkur allann tímann sem við vorum úti..fyrir utan eina nótt þegar fellibylurinn Erica kom í heimsókn. Ég viðurkenni að við vorum alveg smá smeyk þegar við fengum tilkynningu frá hótelinu að það væri fellibylur á leiðinni og við fengjum vasaljós upp á herbergi til okkar. Við vorum svo ennþá smeykari þegar við vöknuðum upp við hótel-kallkerfið í herberginu okkar um nóttina og það voru endalausar þrumur og eldingar úti sem lýstu upp himininn. En sem betur fer gekk það yfir á einni nóttu og daginn eftir var sólin komin aftur. Hitinn var yfirleitt alltaf í kringum 30°, hvort sem það var kvöld eða dagur.

IMG_4162_Fotor_Collage10

Að sjálfsögðu fengum við einn eða tvo rigningardaga, en það var nú ekki vandamálið að eyða þeim bara í búðunum. Við heimsóttum þrjú stór og flott moll, og svo var líka frábært að versla í miðbænum. Aleigan mín fékk að fjúka í þónokkrum Sephora ferðum, enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í ameríska Sephora..

IMG_3962 (1)_Fotor_Collage19

Það er auðvitað líka bara svo ótrúlega gaman að versla í Ameríku. Þar er bókstaflega allt til, og margt mjög yfirdrifið og ýkt. Þessi risastóra melóna á efstu myndinni var á stærð við þriggja ára barn og derhúfan með spegla-Miami stöfunum var örugglega líka jafn þung og hún. Prinsessukjóllinn úr Disney búðinni fékk því miður ekki að koma með mér heim en ég verð að viðurkenna að hann heillaði mig!

IMG_4022_Fotor_Collage7

Fyrir ofan Miami Beach var virkilega falleg göngugata, sem heitir Lincoln Road, og þar var algjörlega frábært að versla! Þar voru allar stóru flagship búðirnar, en gatan var opin til 10 á kvöldin. Það var dásamlegt að rölta hana seinnipartinn og sjá svo hvernig allt var lýst upp þegar dimmdi. Eitt kvöldið löbbuðum við götuna niður að strönd og tókum svo gönguferð í myrkrinu á ströndinni, algjör draumur! Allt næturlífið þarna er ótrúlega flott, enda borgin þekkt fyrir það.

IMG_3754_Fotor_Collage17

Við kíktum út nokkur kvöld, enda ótrúlega gaman að vera úti að kvöldi til og fara og fá sér góðann mat og kokteila. Sum kvöldin voru þó bara nýtt í að liggja uppá hótelherbergi og borða nammi og kúra, maður þarf þess alveg stundum!

IMG_0551_Fotor_Collage18

Miami er alveg virkilega falleg og skemmtileg borg sem ég mæli hiklaust með að heimsækja ef þið hafið einhverntímann tækifæri til. Ég naut minnar heimsóknar í botn og myndi klárlega vilja fara þangað aftur, helst bara á morgun!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: