Gyðadröfn: Sephora Wishlist

Akkúrat núna sit ég í flugvélinni, sirka klukkustund frá New York, en þar millilendi ég áður en ég flýg svo áfram til Miami. Það er nú meiri lúxusinn að hafa Wifi um borð og geta bloggað til að stytta biðina! Ég ætla að vera úti í Miami í tæpar tvær vikur, og planið er að sjálfsögðu að kíkja í Sephora, en það er algjörlega must fyrir snyrtivörufíkla eins og mig í útlöndum. Nýlega birti ég færslu þar sem ég sagði frá “Sephora Must Haves”, en það voru allt vörur sem ég hafði sjálf prófað og keypt mér áður. Þessi listi er hinsvegar um þær vörur sem eru á óskalistanum mínum akkúrat núna, og mig dauðlangar að prófa. Við sjáum til hvort að ég komi heim með allt af listanum, en vonandi allavega nokkra hluti!

wishlist1 copy

1. Too Faced – Born This Way Foundation: Nýji farðinn frá Too Faced er búin að vera mjög áberandi eftir að hann kom á markað, og fá frábæra dóma frá ýmsum þekktum make up artistum. Hann er olíulaus, og þekjan í honum á að vera frekar þétt, en áferðin samt náttúrulega..hljómar aðeins of spennandi!

2. Glamglow – Flashmud Brightening Treatment: Ég er ekki ennþá búin að prófa maskana frá Glamglow, en þeir eru sannarlega umtalaðir í snyrtivöruheiminum og margir segja að þetta séu einir bestu maskar sem til eru. Nýjasta viðbótin í línuna þeirra er Flashmud maskinn, sem á að vera sérstaklega vítamínríkur og gefa húðinni ljóma og nýtt líf. Ég hef prófað nokkra svipaða maska sem eiga að gera það sama og þessi og elska þá alla, svo þennann verð ég að prófa!

3. Urban Decay – Naked Smoky Pallette: Nýjasta Naked pallettan er virkilega spennandi að mínu mati, en hún inniheldur augnskugga í náttúrulegum litum sem eru fullkomnir til að skapa þetta “smoky” lúkk. Umbúðirnar eru líka mjög kúl, og mig langar alveg klárlega í þessa í safnið.

4. Becca X Jaclyn Hill – Shimmering Skin Perfector Champagne Pop: Þessi highlighter er bókstaflega útum allt, og lofið sem hann fær er sko ekki af verri endanum. Hann er víst búinn að vera uppseldur endalaust, og ég vona að ég nái að eignast hann því hann mun klárlega vera það fyrsta sem ég kaupi.

5. Anastasia Beverly Hills – Brow Wiz: Þar sem ég er ekki ennþá búin að prófa fleiri augabrúnavörur frá Anastasia heldur en Dipbrow (sem ég elska btw), þá held ég að það sé kominn tími til að prófa næst Brow Wiz blýantinn. Þetta er blýantur sem er skrúfaður upp og notaður til að fylla inn í brúnir, en svo er greiða á endanum til að dreifa úr litnum.

wishlist2

6. Origins – GinZing línan: Úff þessa línu er mig búið að langa í alltof lengi! Arna vinkona mín á skrúbbinn úr henni og hann er eitt það dásamlegasta sem ég veit. Lyktin af honum er svona frískandi appelsínulykt, en svo langar mig í maskann, andlitskremið og augnkremið líka. Þessi lína á að gefa húðinni extra orku og raka, og hjálpa til við að halda ljómanum í henni.

7. Laura Mercier – Translucent Setting Powder: Þetta setting púður frá Lauru Mercier er búið að vera á óskalistnum lengi, og vonandi mun ég eignast það núna! Svona púður er fullkomið til að setja hyljara, til dæmis undir augunum, svo hann fari ekki í línur og haldist lengur á.

8. Fresh – Sugar Lip Treatment: Einn mest seldi varasalvinn í Sephora og sem varasalvafíkill verð ég hreinlega að eignast þennann. Hann er með SPF15 sem verður frábært í sólinni, svo ég ætti bara að reyna að kaupa hann sem fyrst held ég!

9. NARS – Sheer Glow Foundation: Ég prófaði þennan þegar ég var seinast í Sephora, og dauðsé eftir að hafa ekki keypt mér hann. Hann er mjög léttur með fallegum ljóma og nokkurskonar satín áferð, og í þetta skiptið ætla ég ekki að láta hann framhjá mér fara!

10. Benefit – Watt’s Up!: Þetta er svokallaður “cream-to-powder” highlighter frá Benefit sem ég er mjög spennt fyrir. Ég hef séð umfjallanir um hann á þónokkrum stöðum og ég held ég þurfi klárlega að prófa hann sjálf..enda á maður líka aldrei nógu marga highlightera!

Ef ykkur langar að fylgjast með Miami ferðinni minni mæli ég með að adda mér á Snapchat: gydadrofn. Ég mun sennilega vera langvirkust þar, en ég ætla samt líka að reyna að vera dugleg að setja inn færslur á meðan ég er úti!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: