Heima hjá mér: Myndirnar í stofunni

Nýlega rakst ég á skemmtilega nýja grafíska hönnunarstofu sem heitir Stofan á Facebook. Ég varð algjörlega ástfangin af fyrstu vörunni sem þau eru komin með í sölu, en það eru falleg veggspjöld sem sóma sér nú aldeilis dásamlega í stofunni minni! Á bakvið Stofuna eru tvær stelpur sem eru báðar nýútskrifaðir grafískir hönnuðir úr myndlistaskólanum á Akureyri. Þær opnuðu Stofuna upphaflega til að vinna saman að lokaverkefni í skólanum, en ákváðu svo eftir útskrift að halda áfram að hanna saman, og taka nú að sér ýmis verkefni ásamt því að hanna persónuleg verk!

IMG_3602

Þessi gullfallegu veggspjöld koma í stærðinni 30×40, og það er hægt að fá þau bæði í ramma og án ramma. Eins og þið sjáið er ljósmynd í miðjunni, en hún er af tilteknum stað. Fnjóskadalur og Eyjafjörður eru þeir staðir sem eru komnir í sölu eins og er, en það eru fleiri væntanlegir í sölu fljótlega. Þau koma í þrem fallegum litum, laxableikum, grænbláum og svo gulum, en mér finnst allir litirnir virkilega fallegir. Ég valdi mér bleikann Fnjóskadal og grænbláan Eyjafjörð og þær koma ótrúlega vel út saman uppi á hillu.

IMG_3609

Þar sem ég er sjálf fædd og uppalin á Akureyri í Eyjafirði, og Arna sem býr með mér er úr Fnjóskadal fannst mér tilvalið að fá svona myndir til að hafa heima hjá okkur. Mér þykir ótrúlega vænt um að geta loksins haft heimahagana hjá okkur uppi á hillu í stofu, fyrir utan það hvað veggspjöldin eru virkilega falleg.

Þið getið skoðað úrvalið hjá Stofunni á Facebook, og svo er hægt að kaupa veggspjöldin í Kistu í Hofi á Akureyri og hjá þeim á Stofunni á Ráðhústorgi 7.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur sem um er rætt í færslunni voru sendar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: