New In: Nike Legendary Freeze
Ég verð að segja ykkur frá nýju ræktarbuxunum mínum, en þær eru einar þær þægilegustu sem ég hef á ævi minni prófað! Þær eru frá Nike og heita Legendary Freeze leggings. Þær eru einstaklega háar, og sniðið er þannig að þær eru aðeins hærri upp að aftan, svo þær “faðma” rassinn á mjög þægilegann hátt (ef þið skiljið hvað ég meina). Maður getur þessvegna hreyft sig hvernig sem er í þeim án þess að þær færist til eða detti niður um mann. Mittið á þeim þrengir ekkert að þó þær séu háar upp, en efnið í þeim er svo ótrúlega mjúkt. Ég verð að viðurkenna að ég hef átt í erfiðleikum með að fara úr þeim eftir að ég kem heim úr ræktinni..þær eru bara það þægilegar! Ég valdi mér buxurnar af síðunni Heimkaup.is, og það var algjör lúxus að fá þær sendar heim að dyrum í þokkabót. Ég elska að versla á netinu, en yfirleitt finnst mér erfiðasti parturinn að bíða þegar maður er að kaupa eitthvað frá útlöndum. Snilldin við Heimkaup er að varan kemur bara strax sama dag og maður þarf ekkert að bíða! Það er mjög flott úrval af allskonar íþróttafötum (og bara öllu) hjá þeim, og ég á klárlega eftir að nýta mér það oftar að geta fengið sent beint heim að dyrum. Veit ekki alveg hvort það sé góður hlutur eða ekki að ég uppgötvaði þetta..kaupfíklar eins og ég geta nefnilega alveg misst sig á svona síðum!
Þú getur keypt buxurnar HÉR.
xxx
Varan í færslunni var fengin sem sýnishorn. Færslan er ekki kostuð.
Þú getur