Spurningar vikunnar #6

IMG_2988

1. Má setja brúnkukrem í andlitið? Það eru til brúnkukrem og brúnkusprey sem eru sérstaklega ætluð fyrir andlit, og ég mæli með að nota þau frekar en brúnkukrem fyrir líkamann í andlitið. Það er svosem allt í lagi að setja smá venjulegt brúnkukrem í andlitið, en það sem getur gerst er að húðin verður mun opnari og þá geta frekar myndast bólur. Ég mæli því frekar með því að bæta örlitlu brúnkukremi við venjulega andlitskremið sitt og bera það svo í andlitið, ef maður vill nota það sama og maður notar á líkamann.

2. Hvernig þrífur maður BeautyBlender án Solid sápunnar? Það er ekkert svo langt síðan ég byrjaði sjálf að nota Solid sápuna, og það sem ég notaði áður en ég fékk hana var milt barnasjampó. Maður er hinsvegar lengur að þrífa hann þannig, og maður þarf að fara nokkrar umferðir með sjampóinu og jafnvel að láta hann liggja í vatni blandað með sjampói í smá tíma.

3. Hvað er best til að ná vatnsheldum maskara af? Tvöfaldur augnfarðahreinsir með olíu nær þeim af eins og skot!

4. Flottasti kinnaliturinn að þínu mati? Þessa dagana er ég ótrúlega skotin í lit frá The Balm, sem heitir Frat Boy. Fæst HÉR.

5. Ertu förðunarfræðingur? Nei ekki ennþá, en það fer hinsvegar að breytast mjög fljótlega!

6. Hvaða djúphreinsir finnst þér bestur? Uppáhalds djúphreinsandi skrúbburinn minn, er apríkósuskrúbburinn frá St.Ives. Hann fæst í Kost!

7. Hefurðu prófað eitthvað frá Too Faced merkinu? Já! Ég hef prófað nokkra hluti frá merkinu, en Natural Matt augnskuggapallettan frá þeim stendur uppúr í augnablikinu. Svo langar mig virkilega mikið að prófa Born This Way nýja farðann þeirra!

8. Uppáhalds Tanya Burr augnhár? Ég elska að nota stöku augnhárin frá Tanyu afþví að mér finnst ótrúlega gaman að raða þeim sjálf, og svo verður útkoman mjög náttúruleg og falleg. Ef ég nenni ekki að raða hverju fyrir sig þá nota ég langmest Date Night og Everyday Flutter, og stundum þegar ég vill extra flott lúkk nota ég þau saman!

9. Viltu hafa nighttime routine? Já! Ég mun gera það fljótlega á Snapchat.

10. Hvaða meik er gott fyrir þurra húð? Sjálf er ég ekki með þurra húð og hef því ekki reynslu af þeim fyrir sjálfa mig. En það sem þær sem eru með þurra húð ættu að forðast eru farðar sem heita “matt” eitthvað, þeir eru oft olíulausir og geta þurrkað húðina ennþá meira. Þurrolíufarðar finnst mér til dæmis mjög fallegir á þurri húð, og þá get ég mælt með Fusion Ink farðanum frá YSL og Dream Wondernude frá Maybelline!

Endilega fylgstu með spurningum vikunnar á snapchat á fimmtudögum! gydadrofn er notendanafnið.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: