Ég mæli með: Hnetusteikinni frá Móðir Náttúru!

Um daginn þegar ég sagði við kærastann minn að ég ætlaði að hafa hnetusteik í matinn, var hann ofsalega ánægður með mig og ýmindaði sér einhverskonar nautasteik með hnetum (hann er algjör kjötmaður). Þegar ég hinsvegar útskýrði fyrir honum að hnetusteik væri allt annað en það, grænmetisréttur sem inniheldur ekkert kjöt, var hann hinsvegar ekki alveg jafn ánægður með mig..

IMG_3265

Hnetusteik er hinsvegar eitt það besta sem ég fæ, og ég gæti örugglega borðað hana oft í viku ef aðrir væru jafn hrifnir af henni og ég. Fyrir þá sem hafa ekki smakkað hana þá inniheldur hún aðallega grænmeti, hnetur og fræ, en bragðið af henni er svolítið eins og…hnetusteik. Veit eiginlega ekki hvernig ég get lýst því öðruvísi. Sætar kartöflur með keim af hnetum? Hún er allavega mjög góð og ég mæli algjörlega með að smakka hana! Allavega viðurkenndi kæró að hún væri “ekki jafn slæm og hann hélt”.

IMG_3269

“Steikin” kemur frosin, og fæst til dæmis í Krónunni. Það eina sem þarf að gera er að henda henni inn í 180° heitann ofn í 30 mínútur, og þá er hún tilbúin! Gæti sennilega ekki verið einfaldara!

IMG_3274

Sólskinssósan frá Móður Náttúru (á myndinni efst) er algjörlega dásamleg með hnetusteikinni. Þessi sósa er eitt það besta sem ég veit! Uppistaðan í henni er appelsínusafi, en bragðið af henni er virkilega gott. Ég fann reyndar ekki Sólkinssósuna í Krónunni þegar ég keypti hnetusteikina, en hún fæst allavega í Hagkaup.

IMG_3277

Þegar steikin kemur úr ofninum er gott að sneiða hana í sneiðar og bera fram með góðu salati og Sólskinssósunni. Ein svona steik kostar undir 1000kr í Krónunni, og ég myndi segja að hún dugi sem aðalréttur fyrir tvo. Ég viðurkenni samt alveg að á góðum degi á ég ekki í vandræðum með eina svona alein..

xxx

Færslan er ekki kostuð og vörur í henni eru keyptar af höfundi sjálfum. 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: