Ég mæli með: St. Ives Exfoliating Pads

Einn af mínum allra uppáhalds andlitsskrúbbum, er apríkósuskrúbburinn frá St. Ives, sem ég skrifaði um fyrir svolitlu síðan HÉR. Fyrir nokkrum vikum vantaði mig sárlega nýjann svoleiðis, svo ég skellti mér í Kost á Dalvegi til að næla mér í eitt stykki. Ég rakst þá í leiðinni á aðra vöru frá merkinu sem hét Exfoliating Pads, og ákvað að prófa hana líka!

IMG_3430

Þetta eru hreinsandi andlitsskífur, og þær koma í dollu sem inniheldur 60 skífur og kostaði eitthvað í kringum 1000kr. Þær innihalda ávaxtasýrur, sem hreinsa mjög vel efsta yfirborð húðarinnar, og eignlega skrúbba hana án þess að skrúbba..ef maður getur orðað það svoleiðis. Margir hafa örugglega heyrt um ávaxtasýru-andlitsmeðferðir, en það eru einmitt meðferðir gerðar hjá snyrtifræðingum þar sem ávaxtasýrur eru bornar á húðina, og notaðar til að taka efsta lag húðarinnar. Þessar andlitsskífur hafa þannig svipaða virkni en eru auðvitað mun mildari. Það má nota þær tvisvar á dag, þannig krukka með 60 skífum myndi endast í 30 daga. Ég fann samt að fyrir mína húð að tvær vikur voru alveg nóg, og eftir þann tíma hætti ég að nota þær. Þetta er vara sem ég mæli með að nota sem meðferð, og ekki þá endilega vera að nota hana á hverjum degi allt árið, heldur frekar þegar húðin þarf á því að halda. Eitt sam þarf að passa með vörur eins og þessa, að þar sem hún er í raun að taka efsta yfirborð húðarinnar, verður hún viðkvæmari fyrir áreiti, eins og sól t.d. Svo alls ekki byrja að nota þessar skífur ef þú ert á leiðinni til sólarlanda eða ert að fara vera mikið úti í sólinni! Eins ef þið eruð með þurra/viðkvæma húð, er þetta vara sem myndi sennilega ekki henta ykkur.

IMG_3436

Ég prófaði semsagt skífurnar í um tvær vikur, og ég verð að segja að ég held að húðin mín hafi örugglega aldrei verið jafn hrein! Ég hélt áfram að nota mína venjulegu hreinsunarrútínu, en bætti þessum við á eftir hreinsum og andlitsvatni, og á undan serumi og kremi. Ég notaði skífurnar kvölds og morgna, yfir allt andlitið, en alls ekki nálægt augnsvæðinu. Ég er með blandaða húð, og verð sjaldan þurr, frekar aðeins í feitari kantinum og er með feitt T-svæði. Eitt af því sem ég tók eftir var að sú auka olíumyndum sem stundum verður á T-svæðinu, minnkaði alveg helling. Þegar ég er búin að bera á mig andlitsfarða (meik), þarf ég yfirleitt alltaf að nota púður til að matta niður T-svæðið mitt, því það er aðeins glansandi. Á meðan ég var að nota þessar skífur tók ég eftir því að ég glansaði mun minna. Ég mæli því hiklaust með að prófa þessar skífur fyrir þær sem eru með húð í feitari kantinum, eða eru í vandræðum með umfram olíumyndun. Eftir þessar tvær vikur tók ég eftir því að húðin mín var byrjuð að verað aðeins viðkvæm á þeim stöðum sem ég verð helst þurr, og þá hætti ég að nota þær til að minnka hættu á því að ég yrði þurr eða fengi þurrkabletti. Þannig að sem meðferð finnst mér þetta alveg klárlega vera snilld, og ég á pottþétt eftir að nota þær aftur þegar mér finnst húðin mín þurfa á almennilegri hreinsun að halda!

St. Ives Exfoliating Pads fást í Kost Dalvegi!

XXX

Færslan er ekki kostuð. Varan er keypt af höfundi sjálfum og skoðanir og álit í færslunni eru hans eigin.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: