Spurningar vikunnar #5

IMG_3200

1. Hvað er uppáhalds Disney myndin þín, og uppáhalds mynd yfir höfuð? Ég elska teiknimyndir og horfi óspart á þær þegar ég hef tíma, en uppáhalds Disney mynd væri annaðhvort Lion King eða Aladdin. Mér finnst Jasmín vera langfallegasta Disney prinsessan, svo ég held ég velji Aladdin! Þar sem ég horfi ekkert mjög mikið á bíómyndir (er miklu meira fyrir að horfa á þætti), finnst mér pínu erfitt að velja uppáhalds mynd. Ég ætla samt að segja Christmas Vacation afþví það er mynd sem ég horfi á á hverju ári og finnst alltaf jafn skemmtileg!

2. Uppáhalds make-up í hverjum flokk? Hér setti ég myndir af nokkrum uppáhalds vörum í hverjum flokk. Uppáhalds farði: L’oreal True Match. Uppáhalds primer: Smashbox Primer Water. Uppáhalds maskari: L’oreal So Couture. Uppáhalds hyljari: Maybelline Age Rewind. Uppáhalds sólarpúður: The Balm Bahama Mama. Uppáhalds highlighter: The Balm Mary Louminizer. Uppáhalds eyeliner: L’oreal Superliner Perfect Slim.

3. Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég held ég gæti þurft að bíða ansi lengi eftir þeim degi sem ég verð stór..en ég verð allavega eldri! Draumurinn er að vinna í markaðsmálum, þá helst tengdum snyrtivöruiðnaðinum, einhverskonar viðskiptakona tengd snyrtivörum.

4. Hvar vinnurðu? Ég er að vinna hjá snyrtivöruheildsölu.

5. Áttu kærasta? Ég held það sé kominn tími til að segja bara: já ég á kærasta. Vonandi fríkar hann ekki út þegar hann sér þetta!

6. Hver er yngsti bloggari á Íslandi? Ég veit ekki um marga unga bloggara á Íslandi, en ég veit að Elín á elinlikes.com er allavega yngri en ég!

7. Uppáhalds Bobbi Brown vara? Því miður hef ég ekki prófað nógu mikið frá Bobbi Brown til að geta svarað þessari spurningu almennilega.. Það sem ég hef prófað eru Brightening Bricks highligterarnir og gel eyelinerinn, og báðar vörurnar fannst mér mjög flottar!

8. Hvaða púður finnst þér best? Mig langar að byrja á að segja að ég nota aldrei púður yfir allt andlitið, svo ég vil ekkert endilega púður með mikilli þekju. Ég nota alltaf fljótandi farða, og set svo bara púður á þá staði sem ég á til að glansa eða vill matta. Þau púður sem ég nota mest eru BB púðrið frá L’oreal og Setting púðrið frá Milani.

9. Í hvaða menntaskóla varstu? Ég var í Verkmenntaskólanum á Akureyri, og lærði fatahönnun þar!

10. Afhverju ertu að læra sálfræði ef þig langar að vinna með markaðsmál? Mjög góð spurning! Flestir myndu halda að ef maður ætlaði að vinna með markaðsmál myndi maður fara í viðskiptafræði. Markaðsfræði er samt í grunninn mjög mikil sálfræði, hún snýst mikið um neytendahegðun og hvernig fólk hugsar, og það er akkúrat sá partur markaðsfræðinnar sem ég hef mestann áhuga á. Þannig að í staðinn fyrir að fara á viðskiptabraut (og taka fullt af reikniáföngum) fór ég í sálfræði, og er svo að taka markaðsfræðiáfanga með, svo ég blanda þessum tveim brautum saman!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: