Ég mæli með: MangaJo íste!

Kynning

IMG_3288

Nýlega kynntist ég drykkjum sem eru nýjir hérna á markaði, en það eru ávaxta-ístein frá MangaJo. Íste-in eru samt ekki nein venjuleg íste, því þau innihalda engann sykur, né viðbætt litarefni eða rotvarnarefni. Hver drykkur er í grunninn kælt grænt te, sem er svo bragðbætt með mismunandi ávöxtum eða berjum, sem eiga það sameiginlegt að vera taliin “ofurfæða”. Safinn úr berjunum eða ávöxtunum kemur ekki úr þykkni eins og í flestum ávaxtasöfum á markaðnum í dag, heldur eru fersk ber og ávextir notaðir beint í te-ið. Drykkirnir eru ótrúlega svalandi og góðir, og þar sem grunnurinn í þeim er grænt te eru þeir líka hreinsandi! Þeir eru líka stútfullir af andoxunarefnum, og mér finnst þeir fullkomnir til að drekka yfir daginn þegar mig langar í eitthvað annað en bara venjulegt vatn. Eins og ég hef áður sagt ykkur er ég með frekar viðkvæmann maga, og ég þoli frekar illa kolsýrða drykki, svo mér finnst mikill kostur að þeir séu ókolsýrðir..þá getur maður líka þambað þegar maður er þyrstur! Mér finnst líka frábært að þeir séu í glerflöskum, en það er auðvitað mun endurvinnanlegra og betra fyrir umhverfið en plastflöskur.

En tölum aðeins betur um hvern drykk fyrir sig og hvaða kosti þeir hafa:

mangajo1

Sítróna og grænt te: Þetta er örugglega sá sem ég var spenntust fyrir, enda algjört ofur hreinsunar-kombó! Þessi drykkur er kallaður Dream Team, sem ég myndi segja að væri algjörlega nafn með rentu. Sítrónan í honum er mjög frískandi, og af öllum drykkjunum held ég að mér finnist þessi langmest svalandi. Grænt te inniheldur náttúrulegt koffín, svo hann hressir mann við í leiðinni!

Goji og grænt te – minn uppáhalds!: Ég eeelska þennan! Goji ber eru oft kölluð hamingjuber, vegna þess að þau hafa upplífgandi áhrif og eru ótrúlega góð fyrir mann. Þau innihalda hátt magn betakarótíns (meirasegja meira en í gulrótum!), sem er það sem gerir þau appelsínugul. Þessi er alveg virkilega bragðgóður, og gojiberjabragðið kemur vel í gegn – sem mér finnst æði!

mangajo2

Acaí og grænt te: Þessi er sko algjör andoxunarbomba! Hann inniheldur þrjár tegundir fæðutegunda sem eru þekktar fyrir hátt magn andoxunarefna, en það eru grænt te, bláber og acaí ber úr amazon frumskóginum. Þessi er með virkilega góðu berjabragði, og ef þið elskið berjasafa eins og ég þá verðið þið að prófa þennan!

Granatepli og grænt te: Fæðutegundir sem eru dökk-fjólubláar eða rauðar á litinn innihalda yfirleitt hátt magn af andoxunarefnum, og granateplið er eitt af þeim! Þegar það er sameinað græna te-inu nást mikil hreinsandi og andoxandi áhrif, en þessi samsetning hefur verið þekkt lengi í miðausturlöndum. Þessi drykkur er mjög sætur og bragðgóður!

Ég mæli með að smakka þessa nýju ofurdrykki, en þeir fást núna í Hagkaup Smáralind, Garðabæ, Kringlunni og Skeifunni, en eru væntanlegir á fleiri staði.

XXX

Færslan er kostuð. Skoðanir höfundar eru hans eigin, og ávallt er leitast við að setja fram hreinskilið og einlægt álit á gydadrofn.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: