Ég elska: Dr. Bronner Magic Soaps

IMG_3252

Um daginn kom Arna vinkona mín með Dr.Bronner sápu heim, sem hún hafði keypt í Whole Foods í Bandaríkjunum. Hún sagði mér að þetta væri algjör undrasápa, og það mætti nota hana í hvað sem er. Ég prófaði að nota hana í sturtunni, og fannst hún algjört æði, og fór að kynna mér hana betur. Ég komst þá að því að Dr.Bronner sápurnar eru sannarlega undrasápur sem má nota í nánast allt! Til dæmis til að þvo sér, í heimilisþrif, til að þrífa bílinn sinn, nú eða tannbursta sig! Ég var sérstaklega heilluð af því að það mætti meira segja tannbursta sig með þeim, svo ég auðvitað varð að prófa það..mæli samt síður en svo með því..allavega ekki með sítrónusápunni! Ég held að sítrónubragðið úr munninum mínum hafi ekki horfið fyrr en daginn eftir. En fyrir utan það finnst mér þær frábærar í allt annað!

IMG_3253

Það sem er sérstakt við þessar sápur, er að þær eru algjörlega náttúrulegar og búnar til úr lífrænum olíum. Þið vitið hvað ég elska að nota olíur í allt, svo þessi sápa er alveg fullkomin að mínu mati! Þó uppistaðan séu olíur freyðir hún samt, en samt er hún laus við SLS eða önnur súlföt sem eru það sem er venjulega í sápum sem freyða. Þessi efni geta ert húðina, en þessar sápur eru þessvegna sérstaklega mildar. Aðal ástæðan fyrir því hvað hún freyðir vel er vegna þess að hún inniheldur hátt magn af kókosolíu. Sápurnar eru líka vegan fyrir þá sem eru að spá í því, og cruelty-free. Mínar uppáhalds eru þessi gula, sem er með sítrónulykt, og svo þessi græna, sem er með möndluolíu og möndlulykt. Báðar eru alveg frábærar og ég mæli svo sannarlega með að eiga svona á hverju heimili!

Það sem þú getur til dæmis notað sápuna í:

-sem sjampó

-til að þvo andlit og líkama

-til að baða hundinn þinn

-til að hreinsa ávexti

-til að vaska upp

-til að þvo þvott

-til að skúra gólfin

-í almenn heimilisþrif

-til að þvo klósettið

-til að þvo bílinn þinn

…og fleira!

Ég fékk mína sápu í apóteki Lyf og heilsu, en þær fást einnig í Gló Fákafeni og fleiri apótekum.

xxx

Færslan er ekki kostuð og vörur nefndar í henni voru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

1 Comments on “Ég elska: Dr. Bronner Magic Soaps”

  1. Pingback: Góð ráð: Til að hreinsa förðunarbursta! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: