Gyðadröfn: Sephora Must Haves

sephora3

Eitt af því sem ég er langoftast spurð að í gegnum Snapchattið mitt er: Hvað á ég að kaupa mér í Sephora?

Sephora er ein frægasta snyrtivörubúð í heiminum, og í henni er að finna tugi flottra snyrtivörumerkja, og þar á meðal mörg merki sem eru ekki fáanleg hérna heima á Íslandi. Það virðist vera orðið algjört “must” fyrir íslenskar stelpur að heimsækja Sephora þegar farið er til útlanda, og ég get svo sannarlega tekið undir það..það er nefnilega algjört must! Allavega fyrir svona snyrtivörufíkla eins og mig. En málið er að í Sephora fæst svo óendanlega mikið af flottum snyrtivörum, að maður getur auðveldlega týnst og ekkert vitað hvað maður á að kaupa. Ég ætla því að koma með nokkrar góðar hugmyndir, af vörum sem ég hef sjálf prófað og mæli með að kíkja á. Það eru hinsvegar líka fullt af vörum sem eru ennþá á óskalistanum og ég á eftir að prófa, en ég geri kannski aðra færslu um Sephora óskalistann minn. Vonandi næ ég svo að láta hann rætast í Miami eftir tvær vikur!

sephora1

1. Anastasia Beverly Hills – Contour Kit: Anastasia Beverly Hills er búið að vera í uppáhaldi síðan ég prófaði fyrst vörur frá merkinu. Það er reyndar bara fáanlegt í Sephora í Bandaríkjunum svo ég viti til, en svo fæst það auðvitað líka á Nola.is hér heima. Contour Kit-ið frá merkinu er algjörlega frábært og er mitt uppáhalds contour kit. Ég mæli með litunum Banana og Fawn í pallettuna!

2. Urban Decay – Eyeshadow Primer Potion: Minn allra mest uppáhalds augnskuggaprimer! Þetta var fyrsti augnskuggaprimmerinn sem ég prófaði, en hann er búinn að vera í uppáhaldi alveg síðan þá. Það eru til nokkrar týpur (fyrir matta skugga, fyrir eldri augnlok ofl.), en mér finnst þessi venjulegi fjólublái bestur. Hann endist líka alveg endalaust, og svo endist augnskugginn líka endalaust!

3. NARS – Audacious Lipstick: Þetta er varalitur sem er must að eiga. Ég á eitt stykki í litnum Anita, sem ég algjörlega dýrka og mig dreymir um að eignast fleiri. Hann er einstaklega mjúkur, og áferðin á honum er eitthvað svo fullkomin. Og svo endist hann líka ótrúlega vel á vörum!

4. BeautyBlender – Original BeautyBlender: Ef þið eruð staddar í Sephora á annað borð þá er nú ekkert því til fyrirstöðu að kippa með sér einum BeautyBlender… Þessi förðunarsvampur er aðeins of mikil snilld, og þar sem maður þarf að skipta þeim út reglulega er gott að næla sér í einn.

5. Benefit – Hoola Bronzer: Ég er alvarlega ástfangin af merkinu Benefit. Mér finnst þeir alltaf vera með langfallegustu hillurnar, sem hreinlega draga mig að sér og dáleiða mig! Vörurnar þeirra eru líka ótrúlega skemmtilegar, í fallegum pakkningum og líka bara ótrúlega góðar. Hoola Bronzer sólarpúðrið er eitthvað sem má ekki láta fram hjá sér fara, en ég algjörlega dýrka mitt og er búin að nota það endalaust.

sephora2

6. Benefit – Roller Lash: Nýjasti maskarinn frá Benefit er algjörlega dásamlegur, en hann er með sveigðum gúmmíbursta sem brettir augnhárin upp í leið og hann greiðir þau í sundur. Ég var eigijnlega í vandræðum með hvort ég ætti að setja hann, eða heimsfræga They’re Real maskarann hér á listann, en þar sem ég persónulega fíla þennann betur ákvað að ég að hafa hann hér. Ef þið eruð ekki búin að prófa They’re Real mæli ég samt alveg líka með að kíkja á hann..

7. Urban Decay – Naked Basics: Okei það hafa örugglega langflestar stelpur heyrt um Naked palletturnar. Hype-ið í kringum þær seinustu ár hefur verið alveg ótrúlegt, enda eru þetta ótrúlega fallegar og náttúrulegar pallettur sem henta flestum. Mín uppáhalds og mest notaða Naked pallettan er Naked Basics (fyrsta útgáfan), en í henni eru alveg mattir brúntóna augnskuggar.

8. Anastasia Beverly Hills – Dipbrow Pomade: Vafalaust langfrægasta varan frá Anastasia Beverly Hills, en þetta er augabrúnavaran sem var notuð á Kim Kardashian í brúðkaupinu hennar eins og frægt er orðið. Hún hefur náð gríðarlegum vinsældum enda er þetta algjör bylting að mínu mati. Ég nota mitt Dipbrow á hverjum einasta degi og gæti hreinlega ekki án þess verið held ég. Ég nota litinn Chocolate.

9. NARS – The Multiple: Ótrúlega sniðug vara frá NARS sem er allt í einu augnskuggi, highlighter eða kinnalitur, og varalitur. Þetta er semsagt stifti sem þú mátt nota í nánast hvað sem er! Þetta er alveg mega sniðugt og þægilegt að eiga, og litirnir eru líka alveg ótrúlega fallegir. Ég mæli með að kíkja á litinn Orgasm, en hann er ljósbleikur með highlight, og er virkilega fallegur í já..allt!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: