Ég elska: Meet Matt(e) Hughes varalitina!

Um daginn fékk ég ótrúlega fallega sendingu frá vefversluninni lineup.is, en pakkinn innihélt vörur frá merkinu the Balm. Þetta merki er sko klárlega orðið eitt af mínum uppáhalds, enda bíður það upp á ótrúlega skemmtilegar vörur! Nýjasta viðbótin við vöruflóruna inn á lineup.is eru Meet Matt(e) Hughes varalitirnir, sem ég er alveg að missa mig yfir!

Untitled-1

Liturinn sem ég fékk heitir Committed, og er virkilega fallegur ferskju-nude litur. Hann virkar mun dekkri í umbúðunum, en þegar hann er kominn á varirnar og þornaður verður hann að þessum fullkomna matta nude lit. Mér finnst þessi litur líka alltaf gera tennurnar mínar extra hvítar..ekki slæmt það!

matt2

Meet Matt(e) eru semsagt varalitir í fljótandi formi. Þeir koma í svona “gloss” umbúðum, með vendi með mjúkum svamp á endanum, sem er auðvelt að nota til að bera litinn á. Eins og nafnið gefur til kynna eru þessir litir alveg mattir. Mér hefur lengi langað að prófa svona fljótandi varaliti sem þorna mattir, og ég var ekki alveg að trúa því að þeir gætu þornað aaalveg mattir þegar þeir eru svona blautir. En..viti menn! Hann gerir það svo sannarlega!

IMG_3712

Það var líka eitt sem kom mér á óvart þegar ég opnaði litinn í fyrsta sinn, en það er lyktin. Það er ótrúlega góð myntulykt af þeim, sem ég bjóst alls ekki við, en mér finnst hún æðisleg. Eftir að maður ber litinn á, tekur það hann um 15 sekúndur að þorna, en þá er hann orðinn alveg þurr og alveg mattur á vörunum. Þegar hann er þornaður smitast hann ekki neitt, nema hann blotni, svo þeir haldast alveg ótrúlega vel á. Það eru til margir mjög fallegir litir í þessari varalitalínu, en það er hægt að skoða úrvalið og kaupa HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vöruna í færslunni fékk höfundur senda sem sýnishorn. Álit og skoðanir höfundar eru hans eigin og ávallt er leitast við að gefa hreinskilið og einlægt álit á gydadrofn.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: