Spurningar vikunnar #4

Ekki gleyma að fylgjast með Q&A á fimmtudögum á Snapchat!

IMG_2900

1. Afhverju seturðu ekki maskara á neðri augnhárin þín? Það er alveg rétt, ég geri það yfirleitt ekki, eins og ég minntist örstut á í færslu um daginn. Það er í raun og veru engin sérstök ástæða fyrir því að ég geri það ekki, það er alls ekki neitt verra fyrir augun eða augnhárin eða neitt svoleiðis, heldur er það bara persónulegt val hjá mér þar sem mér finnst það fara mér mun betur að vera ekki með maskara á neðri augnhárunum. Þar sem ég er alltaf með vængjaðann eyeliner finnst mér það ýkja það lúkk ennþá meira að hafa neðri augnhárin maskaralaus.

2. Í hvaða grunnskóla varstu? Ég var í Giljaskóla á Akureyri.

3. Hvaða make up remover er bestur? Á augun mín nota ég alltaf tvöfalda augnhreinsinn frá L’oreal, sem heitir Eye and lip make up remover. Þar sem ég er með mjög viðkvæm augu er þetta nánast sá eini sem ég get notað, og þó ég sé búin að prófa milljón tegundir finnst mér þessi alltaf langbestur. Fyrir andlitið mitt nota ég Micellar vatnið frá L’oreal til að taka af farðann. Það er má nota það bæði á andlitsfarða og augnfarða, en ég nota reyndar frekar tvöfalda augnhreinsinn á augun því hann er með olíu.

4. Notarðu BeautyBlenderinn þinn bara á þig? Ef ég væri að nota hann á einhvern annann en mig myndi ég allavega klárlega þrífa hann ótrúlega vel á milli alltaf, en þar sem hann getur alltaf sogið í sig eitthvað sem er erfitt að ná úr myndi ég líklega bara nota hann á sjálfa mig.

5. Hvernig er matarræðið þitt? Í morgunmat fæ ég mér yfirleitt alltaf hafragraut, og set eitthvað gott út á hann, epli og rúsínur til dæmis. Ef ég er svöng fyrir hádegismat fæ ég mér kannski bara einn banana eða eitthvað svoleiðis, og borða svo eitthvað létt í hádeginu. Ég er ekki mikið fyrir að borða þungann hádegismat og vel mér oftast salat eða núðlurétt eða kíki á Gló og fæ mér skálina. Seinnipartinn borða ég yfirleitt bara eitthvað sem er til, gæti verið til dæmis Hleðsla eða Hámark, eða skyr, jógúrt, ávöxtur, eitthvað með avocado.. Í kvöldmat fæ ég mér yfirleitt eitthvað svipað og í hádeginu, nema bara meira af því. Oft borða ég til dæmis kjúkling og sætar kartöflur, eða kjúkling og hrísgrjón, eða þá einhvern góðann kjúklingarétt (já ég borða eiginlega bara kjúkling). Svo verð ég að viðurkenna að ég er algjör kvöld-borðari og fæ mér ansi oft jógúrtís eða eitthvað sætt á kvöldin.

6. Hvort ertu meira fyrir gull eða silfur? Klárlega gull! Ég elska gull, en það getur reyndar oft orðið of mikið ef eitthvað er bara gyllt, svo mér finnst oft líka fallegt að hafa silfur með.

7. Uppáhalds föt? Ég sýndi nokkur föt úr skápnum á Snapchat, fylgstu með @gydadrofn á Snapchat.

8. Það leiðinlegasta sem ég hef gert? Þetta er örugglega skemmtilegasta spurning sem ég hef fengið, því að þeir sem þekkja mig vita að ég er með mjög litla þolinmæði og mjög sterkar skoðanir á því sem mér finnst leiðinlegt að gera. Það gætu því verið mörg svör við þessari spurningu en það var eitt sem skaust strax upp í hausinn á mér svo ég ætla að svara því: að fara í berjamó. Að fara í berjamó er eitt það allra leiðinlegasta sem ég geri. Verandi óþolinmóð manneskja sem vill helst gera alla hluti hratt, á mjög illa við mig að sitja kjurr í berjamó og tína ber ofan í fötu.

9. Uppáhalds hárvaran þín? Mig langar að segja Volume sjampóið frá MoroccanOil því það er ábyggilega allra mikilvægasta hárvaran mín, en ég ætla samt líka að nefna Hair Plump spreyið frá Rock Your Hair. Það er algjört æði og ég fjallaði einmitt um það í þessari færslu HÉR.

10. Hvað ætlarðu að vera í framtíðinni? Úff stór spurning! Ég er með aðeins of mikið sem mig langar að gera, og stóra drauma fyrir framtíðina. Ég er allavega að læra sálfræði með áherslu á markaðsfræði, og langar til að verða markaðsfræðingur og þá helst að starfa í snyrtivöruiðnaðinum. Svo dreymir mig líka um að búa til eitthvað sem er “mitt eigið”, sama hvað það verður nú!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: