Góð ráð: Til að laga brotnar púður-förðunarvörur!

IMG_3105

Okei hver kannast ekki við það þegar eitthvað af uppáhalds augnskugganum, sólarpúðrinu eða púðrinu mans brotnar eins og á myndinni að ofan? Þar sem ég er sjálf virkilega mikill klaufi og brussa stundum á ég það alveg til að missa hlutina í gólfið. Þegar ég tek svo hlutinn upp til að gá hvort hann hafi brotnað er ég alltaf með öndina í hálsinum og þori varla að kíkja. Það er nefnilega alveg hræðilega pirrandi ef hann skyldi hafa brotnað. Maður átti kannski helling eftir af vörunni, og þar sem að snyrtivörur eru ekkert ókeypis er mjög pirrandi að brjóta þær. EN..elsku lesendur, ég er með ráð fyrir ykkur! Það nefnilega er til leið til að redda klaufum og brussum eins og mér! Þessi aðferð til að laga brotnar púður förðunarvörur sem ég ætla að sýna ykkur, virkar fyrir allar púður-vörur og er meirasegja mjög einföld!

IMG_3123_fotor

Fyrstu skrefin, geta verið erfið fyrir snyrtivöruelskendur eins og mi..en það er að brjóta vöruna ennþá meira. Mér finnst gott að nota gaffal til að brjóta vöruna alveg í mola, og svo ennþá meira þar til hún verður eins og sólarpúðrið mitt á seinustu myndinni.

IMG_3138

Svo tökum við fram bjargvættinn sjálfan! Nefnilega: venjulegt sótthreinsunarspritt. Þetta er eitthvað sem er líklega til á flestum heimilum, en ef ekki má að sjálfsögðu grípa það með sér í næsta apóteki.

IMG_31530_fotor

Næsta skref er að setja örfáa dropa af sprittinu í púður-vöruna. Alls ekki setja of mikið af spritti, bara rétt nóg til að varan haldist saman. Næsta skref er að blanda saman, en ég nota oftast bara fingurna til að þjappa púðurvörunni svo hún blandist jafnt við sprittið. Púðrið verður þá að nokkurskonar þykku kremi eða “paste” og þegar hún er orðin svoleiði þjappa ég henni fast í mótið. Eins og þið sjáið er ég ekki sú snyrtilegasta þegar ég geri þetta, en ég hef nú heldur aldrei verið þekkt fyrir neitt annað en að subba.

IMG_3170

Þegar búið er að þjappa vörunni í mótið, þarf hún að bíða þar til sprittið gufar upp. Það er mjög mikilvægt að hafa ílátið sem púðrið er í opið á meðan sprittið gufar upp, svo það verði aftur að púðri. Það getur tekið 1-2 daga fyrir sprittið að gufa alveg upp, svo leyfið vörunni bara að standa á stað þar sem hún er ósnert. Þið finnið með því að snerta yfirborð púðursins hvort sprittið sé alveg gufað upp, ef það er ennþá kremkennd áferð þarf það að bíða lengur, áferðin á að vera alveg púðruð. Eftir rúmlega einn dag leit púðrið mitt svona út!

IMG_3172

Púðrið er þá tilbúið aftur til notkunar sem púður! Eins og ég sagði áður virkar þetta fyrir allar púður-förðunarvörur, og hefur oft bjargað mér!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: