5 uppáhalds í júlí!

Nýr mánuður, ný uppáhalds!

uppahaldsjuli

1. Too Faced – Natural Matte augnskuggapalletta: Keypti mér þessa í Sephora í Barcelona um daginn, og algjörlega dýrka hana! Hún er með gullfallegum möttum litum, og ég er búin að nota hana ótrúlega mikið síðan ég fékk hana.

2. Yves Saint Laurent – Touche Eclat gullpenninn: Loksins, loksins, loksins kom ég mér í að prófa hinn umtalaða gullpenna frá YSL. Hann er búinn að vera á innkaupalistanum ansi lengi en loksins eignaðist ég hann. Þetta er svona hyljara/highlight penni sem að gefur virkilega fallegann ljóma, og hann er algjörlega kominn í uppáhald hjá mér. Ég mun sýna ykkur betur fljótlega hvernig ég nota hann!

3. Benefit – Roller Lash maskarinn: Nýji Benefit maskarinn bara varð að koma með mér heim eftir að ég sá hann í Sephora, enda er merkið þekkt fyrir frábæra They’re Real maskarann. Þessi er svo sannarlega ekki síðri og ég algjörlega elska hann! Hann er með sveigðri greiðu sem að brettir augnhárin upp í leiðinni og hann greiðir úr þeim og lengir þau.

4. Mac – Select Cover Up hyljarinn: Arna vinkona min gaf mér þennan fyrir löngu síðan, og ég hef alltaf verið að nota hann annars lagið síðan þá. Í þessum mánuði fékk ég hinsvegar æði fyrir honum, enda er hann alveg frábær! Þetta er svona hyljari sem “hylur allt”, og ég nota hann á bletti eða önnur minni svæði sem ég vil hylja.

5. L’oreal – GG krem: Uppáhalds vara #1 í þessum mánuði! Ég keypti þetta dásamlega krem í Fríhöfninni um daginn (það fæst því miður ekki ennþá utan hennar hér á Íslandi), og er búin að nota það á hverjum einasta degi síðan þá. Þetta er fullkomið krem fyrir sumarmánuðina, mjög létt og gefur virkilega fallega brúnku og ljóma. Ef ég ætti að reyna að útskýra hvernig vara þetta væri nákvæmlega, myndi ég segja að þetta væri svolítið eins og blanda af Bronzing gelinu frá Kanebo, og BB kremi. Elska það!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur voru keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: