Spurningar vikunnar #3

Vonandi áttuð þið góða verslunarmannahelgi kæru lesendur! Sjálf notaði ég helgina í afslöppun en skellti mér svo til Eyja á sunnudeginum, þar sem ég má ekki missa af þjóðhátíð. Mér finnst verslunarmannahelgin oft marka tímann þegar sumrinu fer senn að ljúka og haustið að taka við, og ég hlakka til að takast á við allt það skemmtilega sem ég ætla að gera í haust og vetur, og byrja að koma með nýjar og ferskar færslur handa ykkur innan skamms! En eins og í hverri viku voru tók ég 10 spurningar seinasta fimmtudag á Snapchat, og birti hér með svörin. Ef ykkur langar að senda inn spurningu næsta fimmtudag mæli ég með að fylgjast með mér þar, notendanafnið er gydadrofn.

IMG_3044

1. Hvað ertu með marga followers á Snapchat? Þeim er alltaf að fjölga með hverjum deginum, sem mér þykir alveg ótrúlega vænt um! Í dag eru þeir orðnir rúmlega 2100.

2. Notarðu Volume sjampóið þitt frá MoroccanOil á hverjum degi? Og veistu hvað það kostar? Sjampóið fæst til dæmis HÉR, og í Modus Smáralind, og kostar þar 3.725kr. Þetta er auðvitað ekki ódýrasta sjampó í heimi en eftir að hafa notað það í nokkurn tíma get ég ekki hugsað mér að skipta! Líka ágætt að taka fram að þetta er í fyrsta skipti núna sem ég kaupi mér nýjann brúsa, en hinn keypti ég rétt fyrir páska, svo þó það sé í dýrari kantinum endist það heillengi. Og nei ég nota það ekki á hverjum degi, ég þvæ á mér hárið sirka 3x í viku.

3. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Ég held ég verði að segja sushi! Ég elska sushi og borða það mjög oft, en gott sushi er eitt það besta sem ég fæ.

4. Hver er allra allra uppáhalds varan þín? Vá..þessi er erfið! Mér líður svona smá eins og ég sé að fara að segja hvert af börnunum mínum ég elska mest..Neinei okei það er samt eiginlega bara ein vara sem kemur til greina. Ég verð að segja eyelinerinn minn, Superliner Perfect Slim frá L’oreal. Ég nota hann á hverjum einasta degi og þetta er besti eyeliner sem ég veit um!

5. Hvaða meiki mælirðu með fyrir unglinga með bólur? Fyrir unga húð sem að fær kannski bólur, myndi ég helst mæla með góðu BB kremi. Oft fær maður bólur því að húðin er þurr á yfirborðinu, og dauðar húðfrumur þar hindra olíuna og óhreinindi í að komast út. Þannig að sérstaklega fyrir unglinga sem eru með unga húð, er mjög gott að nota eitthvað sem stíflar ekki svitaholurnar (og getur þar með skapað fleiri bólur) og gefur húðinni smá raka í leiðinni. Fyrir feita húð mæli ég t.d. með BB kreminu frá Garnier, en það er til týpa hjá þeim sérstaklega gerð fyrir húð með umfram olíuframleiðslu. Fyrir þær sem vilja alveg farða, mæli ég með að kíkja á einn af minn uppáhalds, en það er True Match farðinn frá L’oreal, og ef að það er mikið af bólum þá er bara hægt að nota góðann hyljara með!

6. Hvað notarðu í augabrúnirnar mínar? Ég er með mjög erfiðar augabrúnir og þarf að fylla inn í þær daglega (annars sjást þær ekki). Til að fylla inn í þær og móta þær er ég núna að nota Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills.

7. Hver er uppáhalds augnskuggapallettan þín? Alltaf þegar ég á að velja eitthvað svona uppáhalds er ég mjög gjörn á að velja eitthvað sem ég er nýbúin að fá og er að missa mig yfir þá stundina..og þetta skipti er engin undantekning haha! Natural Matte pallettuna frá Too Faced keypti ég mér úti um daginn, og algjörlega elska hana. Hún er alveg mött og litirnir í henni eru bara algjörlega gordjöss! Þar sem ég er mest fyrir náttúrulega og matta augnskugga er hún alveg sniðin fyrir mig.

8. Hvað heitir kærastinn þinn og hvað er hann gamall? Við skulum allavega segja að ég er ekki alveg ekki á lausu þessa dagana..ég ætla samt ekki að nafngreina strákinn alveg strax en hann er 26 ára.

9. Hvað stefnirðu á að gera á næstunni? Það er nóg að gera á næstunni! Í fyrsta lagi byrjar skólinn aftur á fullu eftir nokkrar vikur, en þar sem ég er sitjandi varaformaður í nemendafélaginu verður nóg að gera þar. Svo er ég að fara að vera partur af nokkrum mjög skemmtilegum verkefnum í haust og vetur, ég má ekki alveg upplýsa strax hvað ég er að tala um, en mun pottþétt leyfa ykkur að fylgjast með þegar að því kemur! Svo langar mig líka ótrúlega mikið að skella mér aðeins til útlanda áður en allt fer á fullt.

10. Mælirðu með NYX snyrtivörum? Því miður hef ég ekki prófað neitt rosalega margar vörur frá NYX, en ég átti samt einu sinni tvöfalt augabrúnapúður frá þeim. Ég notaði það alltaf einu sinni og það var ótrúlega fínt, og svo hef ég heyrt mjög góða hluti um aðrar vörur frá þeim. Þannig það er allavega engin ástæða fyrir því að ég mæli ekki með þessu merki, en ég hef því miður ekki prófað nóg!

xxx

2 Comments on “Spurningar vikunnar #3”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: