Ég elska: NARS Audacious Lipstick

Þegar ég var úti í Barcelona um daginn og fór í Sephora, stóðst ég ekki mátið að kíkja aðeins á vörurnar frá Nars. Ég var þá ekki ennþá búin að næla mér í vöru frá merkinu, en búin að skoða mikið frá þeim á netinu og langaði að prófa. Ég án gríns stóð við standinn í örugglega góðann hálftíma, og prófaði allt og reyndi að ákveða hvað mig langaði mest í. Það voru svo margar geggjaðar vörur að ég vissi ekkert hvað ég átti að kaupa mér! Svo ég fór aftur út úr Sephora og ætlaði að hugsa mig um, útaf stundum fatta ég ekki hvað mig langar mest að kaupa fyrr en ég er svona aðeins búin að melta það. En það versta var, að eftir að ég var búin að labba um í hálftíma..var ég samt engu nær. Mig langaði ennþá bara í ALLT úr standinum! En, á endanum sættist ég á að velja mér varalit, en ég þarf klárlega að fara komast fljótlega aftur í Sephora og skoða Nars betur, því það eru þónokkrar vörur sem ég er ennþá að hugsa um!

nars

Liturinn sem ég valdi mér, er úr Audacious varalitalínunni hjá Nars, og heitir Anita. Ég var mjög lengi að velja mér lit, en að sjálfsögðu valdi ég engann of áberandi (þar sem ég er ennþá að æfa mig að vera með eitthvað á vörunum). Eins og þið sem hafið fylgst með mér lengi vitið, þá finnst mér mjög erfitt að vera með áberandi varir í förðuninni minni. Eða okei..kannski ekki beint erfitt..en ég vel samt alltaf frekar að leggja áherslu á augun og vera með mjög hlutlausar varir. NEMA..upp á síðkastið er ég búin að vera meira og meira að pæla í vörum fyrir varirnar. Ég er búin að fá mér þónokkra varaliti undanfarið, og meirasegja farin að setja eitthvað á varirnar mínar daglega! Þvílikt “breakthrough” í förðunarstílnum mínum..eitthvað svona stórt hefur örugglega ekki gerst síðan ég hætti að setja maskara á neðri augnhárin mín!

IMG_3769

En eins og ég sagði er liturinn ekkert eitthvað alltof áberandi..en hann gerir samt svo mikið! Formúlan í varalitnum er ekkert nema dásamleg. Hann er virkilega mjúkur, og mér finnst yndislegt að setja hann á mig. Áferðin verður frekar þykk og þekjandi, og liturinn mjög djúpur og fallegur. Hann endist alveg virkilega vel á vörunum, og mér finnst þessi þekjandi, þykka áferð haldast mun lengur en með aðra varaliti.

Varaliturinn fæst t.d. HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð og vara er keypt af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: