Spurningar vikunnar #2

Eins og ég lofaði heldur nýji vikulegi liðurinn minn alltaf áfram framvegis á fimmtudögum, en þá tek ég 10 spurningar frá fylgjendum mínum á Snapchat og svara þeim í story. Endilega fylgstu með á Snapchat og sendu inn spurningu næsta fimmtudag!

IMG_2877

1. Í hvaða stjörnumerki ertu? Ég er steingeit, og er algjörlega týpískt steingeit..mjög, mjög þrjósk!

2. Við hvað vinnurðu? Ég er að vinna hjá snyrtivöruheildsölu, og núna í sumar er ég í fullri vinnu, en svo á veturna þegar ég er í skólanum er ég að taka kynningar og önnur verkefni.

3. Hvað varstu gömul þegar þú byrjaðir að mála þig? Ég man það ekki alveg nákvæmlega..en ég man allavega eftir því þegar ég og besta vinkona mín vorum á Reykjum í 7unda bekk, og svona eiginlega stálumst til að mála okkur. Við settum á okkur smá augnskugga og maskara en tókum það svo af útaf því við vorum svo hræddar um að einhver myndi fatta að við værum málaðar hahaha. Þannig ég held ég hafi ekki byrjað fyrr en svona í 8unda að nota smá maskara og eitthvað svona létt, og svo mála mig almennilega í 9unda og 10unda bekk!

4. Hver er uppáhalds maskarinn þinn og ertu með einhver maskaratrikk? Sá maskari sem ég segi alltaf að sé uppáhalds maskarinn minn og ég á alltaf til, er So couture maskarinn frá L’oreal. Ástæðan fyrir því að ég elska hann er að þetta er maskari sem ég get alltaf treyst á, og hann einhvernveginn gerir augnhárin mín alltaf flott, og ég get alltaf reddað augnhárunum mínum með honum ef það stefnir í að ég sé að fara að klúðra þeim með einhverjum öðrum maskara. Ég skrifaði færslu fyrir nokkrum mánuðum, HÉR, þar sem ég segi frá minni maskararútínu, og þar nota ég nokkur trikk, svo ég mæli með að kíkja á hana!

5. Hvernig þrífuðru Beautyblenderinn? Hingað til hef ég bara fundið eina leið til að þrífa Beautyblender förðunarsvampinn minn sem mér finnst virka almennilega, en það er með Solid sápunni. Áður en ég fékk þessa sápu reyndi ég að nota allskonar sápur og láta svampana liggja í vatni heillengi, en það fór aldrei allt úr. En svo þegar ég notaði þessa sápu í fyrsta skipti, þá fannst mér eins og þetta hlytu að vera einhverjir galdrar..það fór bara ALLT úr og gömlu brúnbleiku Beautyblenderarnrir mínir urðu alveg eins og splunkunýjir á litinn! Solid sápan fæst hjá Beautyblender á Íslandi á og á hárgreiðslustofunni á þriðju hæð í Kringlunni!

6. Ertu gella? Þetta fannst mér mjög krúttleg spurning, en ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara henni..það fer kannski eftir því hvernig maður skilgreinir gellur! En jú ætli ég verði ekki að viðurkenna að ég myndi sennilega flokkast sem gella, þar sem mér finnst mjög gaman að taka mig til og klæða mig í fín föt og svona!

7. Hvað hefurðu átt marga kærasta? Ég hef átt þrjá..nei fjóra! Fjóra.

8. Ofmetnasta snyrtivaran að þínu mati? Akkúrat núna kemur ekki upp í hausinn á mér nein ein sérstök vara, en mig langar ótrúlega mikið að segja bara: dýrar snyrtivörur yfir höfuð. Afþví það er alls ekkert alltaf þannig að dýrar snyrtivörur séu mikið betri en ódýrari snyrtivörur! Stundum eru konur að borga heldur mikið fyrir merkið, og mér finnst svolítið ofmetið að kaupa sér bara mjög dýrar snyrtivörur og halda að þær séu mikið betri en þær sem eru ódýrari. Persónulega á ég bæði ódýrar og dýrar snyrtivörur, og ég met þá vöruna eftir að ég er búin að prófa hana út frá vörunni sjálfri – en ekki merkinu!

9. Hvaða snyrtivörur ættu stelpur sem eru að byrja að mála sig að eiga? Þegar maður er að byrja að mála sig er oft gott að eiga eitthvað létt til að setja á andlitið, ekki alveg farða, en til dæmis létt BB krem er klárlega málið! Svo myndi ég segja maskara, og kannski einhverja nokkra ljósa og ljósbrúna augnskugga. Svo finnst mér alltaf sætir kinnalitir gera mikið fyrir förðunina, og svo myndi ég mæla með léttum varasalva með smá lit! Þegar maður er að byrja að mála sig, vill maður ekki vera að mála sig alltof mikið, og þá er svo gott að eiga vörur sem er auðvelt að nota til að gera fallega og náttúrulega förðun.

10. Uppáhalds Bold Metals Real Techniques bursti? Uppáhalds burstinn minn úr nýju Bold Metals línunni frá Real Techniques, er silfurlitaði burstinn nr.201, sem heitir Pointed Crease Brush, eða byssukúluburstinn eins og ég kalla hann. Þetta er augnskuggabursti sem er í laginu eins og  byssukúla og hann er fullkominn til að gera fallega skyggingu undir augnbeinið, þar sem hann er mjór að framan og gerir manni kleift að gera skygginguna akkúrat eins og maður vill hafa hana.

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: