Uppskrift: Gyðubrauð

Fyrir nokkrum vikum gerði ég hádegismatinn minn með ykkur á Snapchat, en það var hádegismatur sem er ansi oft á borðinu hjá mér. Síðan þá hef ég fengið fullt af spurningum um hvað hafi nú aftur verið í uppskriftinni og fleira. Vinur minn sem er að vinna í matvöruverslun fékk svo ótrúlega fyndna spurningu um daginn, en þá var hann spurður um Gyðubrauð. Viðskiptavinurinn átti þá við brauðið sem ég notaði í hádegismatinn minn á Snapchattinu. Ég hef því ákveðið að kalla uppskrifitna Gyðubrauð, og finnst það nafn hæfa ágætlega þar sem þetta er sennilega eitt af því sem ég borða oftast..enda ótrúlega einfalt, gott og þægilegt!

IMG_2970

Það sem þú þarft:

1stk Rågkaka (pólarbrauð)

Silkiskorna hunangsskinku

1 lítið avocado

Philadelphia light rjómaost

1tsk Ólívuolíu (ég nota bragðbætta með basilíku)

Flögusalt eða sjávarsalt

..og grill!

IMG_2978_fotor

Ég byrja á því að setja grillið mitt í samband. Pólarbrauðið mitt geymi ég alltaf í frystinum, svo það haldist ferskt. Ég tek eina pólarbrauðsneið úr frystinum og set hana beint á grillið, þó það sé ekki búið að hitna. Þannig fær hún að þiðna þar aðeins meðan grillið hitnar. Á meðan geri ég hin hráefnin tilbúin, sker avocadoið niður í sneiðar og tek til skinkuna og rjómaostinn sem ég ætla að nota.

IMG_2990_fotor

Þegar brauðið er búið að fá að slaka á í grillinu í smástund og það er byrjað að heyrast svona zzzz hljóð í því, þá tek ég það út og legg á disk. Það á að vera mjúkt og heitt, en ekki byrjað að grillast. Þá tek ég rjómaostinn og smyr honum á. Svo set ég brauðið aftur í grillið (alls ekki loka því á rjómaostinn), en hef það opið og leyfi rjómaostinum að hitna og bráðna á brauðinu í rólegheitunum.

IMG_2993_fotor

Þegar rjómaosturinn er búinn að bráðna aðeins á brauðinu tek ég avocadoið sem ég hafði sneitt niður og raða því á brauðið.  Ég leyfi grillinu ennþá að vera opið og brauðinu að slaka á þar aðeins lengur.

IMG_3006_fotor

Næst tek ég til basilíkuolíuna mína, og dreifi einni teskeið af henni yfir avocadoið. Svo tek ég klípu af flögusalti og dreifi því líka yfir.

IMG_3019_fotor

Seinasta skrefið er svo að raða silkiskornu skinkunni yfir allt brauðið. Suma daga er ég stuði til að loka grillinu í smástund á skinkuna og leyfa henni aðeins að grillast, en stundum langar mig bara að halda áfram að hafa grillið opið og hafa skinkuna ógrillaða. Það er samt best að leyfa brauðinu að bíða örlítið á grillinu þó maður ætli ekki að loka því, svo skinkan hitni aðeins og sé ekki alveg köld.

IMG_3018

Svo bara tek ég Gyðubrauðið mitt af grillinu og borða með bestu lyst! Þetta er án gríns eitt það besta sem ég borða svona þegar mig langar í eitthvað létt og þægilegt, og inniheldur auðvitað uppáhalds innihaldsefnið mitt #1, avocado. Öll innihaldsefnin fást í Bónus og ég mæli sannarlega með að prófa!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: