Spurningar vikunnar #1

Þeir sem eru að fylgjast með mér á Snapchat sáu örugglega í seinustu viku að ég byrjaði með nýjann lið sem verður alltaf á fimmtudögum í Story á Snapchat. Þar sem ég fæ svo ótrúlega mikið af beiðnum um að vera með spurt og svarað reglulega, ákvað ég að það gæti verið skemmtilegt að gera það að vikulegum lið, og mun ég framvegis svara 10 spurningum sem ég fæ sendar frá ykkur á hverjum fimmtudegi. Til að senda inn spurningu þarf að fylgjast með á Snapchat, og þegar ég læt vita að megi byrja að senda spurningar getið þið sent mér, og fyrstu 10 komast að. Ég hef ákveðið að birta svo alltaf spurningarnar og svörin í framhaldi hér á blogginu, og mun það því líka verða vikulegur liður hér! Endilega addið mér á Snapchat undir notendanafninu gydadrofn ef þið eruð ekki nú þegar að fylgjast með.

IMG_2734

1. Hvað eru margir að horfa á þig á Snapchat? Núna eru um 2000 manns að fylgjast með hérna á Snapchat.

2. Hvað er besta sjampóið? Ég er að sjálf að nota Volume sjampóið frá MoroccanOil og algjörlega dýrka það! Ég er með frekar þunnt og fíngert hár og á oft erfitt með að fá fyllingu í það, og mér finnst þetta sjampó hjálpa helling til við að fá aukið umfang. Næst langar mig reyndar að prófa Clarifying sjampóið frá MoroccanOil, en ég hef heyrt mjög góða hluti um það!

3. Megum við sjá herbergið þitt? Já að sjálfsögðu megið þið það! (Ég sýndi svo herbergið mitt á Snapchat um helgina, en fyrir þá sem misstu af þá er færsla HÉR þar sem ég sýni myndir af mínum uppáhalds stað í herberginu, snyrtiaðstöðunni 😉

4. Langaði þig ekkert að taka þátt í Ungfrú Ísland? Í raun og veru þá hafði ég ekkert pælt í því þannig lagað séð. Ég tók þátt í Ungfrú Norðurland árið 2011 sem var þá undankeppni Ungfrú Ísland, en langaði ekki í stóru keppnina þá. Núna er auðvitað búið að breyta keppninni helling og skipta um áherslur, svo ég hefði alveg getað hugsað mér að taka þátt..en ég veit ekki alveg hvort ég hefði tíma í það.

5. Hver er uppáhalds hyljarinn þinn? Ég verð að nefna Maybelline Age Rewind hyljarna, og þá aðallega útaf því að ég nota þá á hverjum einasta degi! Mér finnst svampurinn á endanum á þeim svo ótrúlega þægilegur til að bera þá á, og mér líður alltaf eins og ég sé að stroka út það sem ég vill fela. Þeir fást til dæmis á feelunique.com.

6. Hvað er uppáhalds Essie naglalakkið þitt númer 2? Mér fannst þetta alveg ótrúlega krúttleg spurning, þar sem þið eruð greinilega búin að ná því hvað er númer eitt hjá mér. Uppáhalds liturinn minn er auðvitað (og verður held ég alltaf) Fiji, en mér finnst alveg erfitt að velja hver kemur á eftir honum. Seinustu vikur er ég búin að vera voðalega skotin í Lilacism, en hann kom mér ótrúlega mikið á óvart þegar ég setti hann á mig í fyrsta skipti. Hann er ljósfjólublár og extra krúttlegur á nöglum!

7. Hvað ertu gömul? Ég er 23 ára síðan í janúar.

8. Hver er uppáhalds staðurinn þinn á landinu? Þar sem að ég kem frá Akureyri finnst mér ég eiginlega verða að segja Akureyri..enda finnst mér líka alltaf yndislegt að koma þangað! Mér finnst reyndar líka alveg dásamlega fallegt í Mývatnssveit, en afi minn og amma búa þar, svo ég hef oft komið þangað og ferðast þar í kring. Þar er hver náttúruperlan á fætur annarri!

9. Ætlarðu að byrja með Youtube channel? Það er alltaf á planinu að byrja með Youtube channel, enda elska ég að taka upp myndbönd (sennilega þar sem mér finnst svo skemmtilegt að tala..). Mér finnst ég hinsvegar aldrei eiga nógu góðar græjur í það, því mér vantar ljós og jafnvel betri myndavél en iPhone-inn minn, til að geta tekið upp fullkomin myndbönd, eins og ég vill hafa þau. En ég lofa að einn daginn mun koma að þessu!

Þar sem ég gleymdi að save-a story-ið og get ómögulega munað seinstu spurninguna þá eru þær bara 9 að þessu sinni..nema ef einhver snillingur man hvaða spurningu vantar, þá má hann endilega senda mér hana svo ég geti bætt henni inn 🙂

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: