Sumarið á Instagram!

IMG_1228

Ég er aldeilis búin að eiga góðar stundir það sem af er sumrinu, og vona að þær verði ennþá fleiri áður en það verður búið! Ég er búin að deila mörgum skemmtilegum augnablikum með ykkur á Instagram og langar að segja ykkur aðeins meira frá nokkrum þeirra.

IMG_0086

Í byrjun sumarsins var haldið Nike Sneakerball í Gamla Bíó. Yfirskriftin var “wear your air” og dresscodeið voru Nike skór. Ég mætti í mínum Air Max Thea, hvítum með hlébarðamynstri og átti virkilega gott kvöld!

IMG_1523

Við fórum 5 saman á Sneakerball og að sjálfsögðu allir í Nike!

IMG_1213

Snemma í sumar skellti ég mér í hádegismat með nokkrum góðum vinkonum, og veðrið var svo gott að við settumst út á pall eftir matinn og sleiktum sólina. Megas var svona líka ánægður með sólina og brosti út að eyrum!

IMG_0088

Ég skellti mér líka á tónlistarhátíðina Secret Solstice í júní. Helgin var alveg virkilega góð, og gestir hátíðarinnar ekkert smá heppnir með veður. Ég sá fullt af flottu tónlistarfólki, en það sem stóð upp úr var klárlega danska tónlistarkonan MØ, en hún var alveg óendnalega svöl á sviðinu!

IMG_0089

Ég skellti mér líka til Akureyrar eina helgi í júní, og á afmælisdaginn hans pabba tókum við fjölskyldan smá rúnt og keyrðum til Siglufjarðar. Við stoppuðum á nokkrum stöðum á leiðinni, en útsýnið hjá Ólafsfjarðarmúla var ótrúlega fallegt.

IMG_0090

Veðrið á Akureyri var svo gott þegar ég var þar, að freknurnar mínar komu í ljós! Ég fæ alltaf ótrúlega mikið af freknum í sól og elska það, vildi helst hafa þær allt árið um kring.

IMG_0091

Ég skellti mér líka til Barcelona eins og ég sagði ykkur frá hérna á blogginu. Þetta var í annað skipti sem ég heimsæki borgina, en hún er alltaf jafn falleg og yndisleg, klárlega eina af mínum uppáhalds!

IMG_2698

Hótelið okkar bauð upp á aldeilis ljúfa rooftop sundlaug, með útsýni yfir borgina. Það var alveg dásamlegt að liggja þar í 35°C og horfa yfir borgina og njóta sólarinnar.

IMG_2730

Á hótelinu var líka æðislegur rooftop bar sem opnaði á kvöldin. Þar voru þægileg sæti og virkilega fallegt útsýni yfir ljósin í borginni að næturlagi, og að sjálfsögðu dásamlegir kokteilar.

IMG_0083

Ég fékk alveg ótrúlega fallega gjöf um daginn, en það var Michael Kors úrið sem mig er búið að dreyma um ótrúlega lengi. Ég elska rósagull svo ég fékk týpuna með rósagylltum hring utan um skífuna, og rósagylltum vísum. Hlekkirnir eru svo með þrem lituðum röðum, og tvær þeirra eru rósagylltar og miðjuröðin gyllt. Ég er varla búin að taka það af mér síðan ég fékk það, enda svo dásamlega fallegt að mig langar að horfa á það á hverjum degi! Hringurinn er úr SIX.

IMG_2792

Vonandi eruð þið líka búin að eiga yndislegt sumar! Ég ætla allavega að njóta eins og ég get þess sem eftir er af því 🙂

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: