Ég um mig: Og Barcelona ferðina mína!

Jæja..vonandi eruð þið nú ekki farin að óttast um mig! Ég veit ekki hvenar það gerðist síðast að ég bloggaði ekki í svona langann tíma, en tíminn hefur ekki beinlínis verið besti vinur minn seinustu daga. Í seinustu viku skellti ég mér í langa helgarferð til Barcelona, og síðan ég kom heim hef ég varla náð að setjast niður! Bloggið mun örugglega ekki verða alveg jafn líflegt í sumar og vanalega, en ég lofa að ég mun koma virkilega sterk inn í haust með fullt af nýjum og ferskum færslum..svo vonandi fyrirgefið þið mér þá.

En ég var beðin um að segja aðeins frá Barcelona ferðinni minni á blogginu, og það geri ég sko með glöðu geði. Það var ótrúlega gaman, en ég held samt að ég hafi aldrei verið jafn léleg að taka myndir í neinni utanlandsferð og akkúrat þessari. Ég var dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með mér á Snapchat, og þessvegna voru allar skemmtilegustu myndirnar mínar þaðan. Ég ætla þessvegna bara að birta þær hér og segja ykkur aðeins frá í leiðinni!

IMG_0059_fotor

Ákvörðunin að skella sér út var tekin með mjög stutum fyrirvara, og það má segja að ég hafi rétt náð að henda í tösku og finna vegabréfið mitt..nei okei kannski ekki alveg, en það var semsagt mjög lítill tími til að undirbúa – sem var samt líka bara skemmtilegt! Skemmtilegasti parturinn af því að taka svona skyndiákvörðun var að þurfa ekki að bíða eftir að dagurinn sem maður færi út kæmi..eins og þegar maður pantar sér utanlandsferð með löngum fyrirvara og getur svo ekki beðið eftir að komast út. Við flugum út á föstudagskvöldi, og Barcelona tók svo sannarlega vel á móti okkur! Það fyrsta sem við gerðum morguninn eftir var að drífa okkur út í sólbað, enda 37° og sól, og nánast ólöglegt fyrir sólarþyrstann íslending að vera inni. Þegar við höfðum fengið nóg af sólinni skruppum við svo í smá verslunarleiðangur.

IMG_2659_fotor

Hótelið okkar var alveg ótrúlega vel staðsett, á frábærum stað við höfnina í Barcelona. Við vorum rétt um 10 mínútur að labba á Römbluna (sem er svona Laugavegurinn í Barcelona), og rétt hinumegin við götuna var flott verslunarmiðstöð sem var hægt að versla í. Hótelið heitir Eurostars Grand Marina, og ég get alveg mælt með því! Við fengum að minnsta kosti frábæra þjónustu, og öll aðstaða á hótelinu var frábær. Sundlaugun á þakinu var svo sannarlega í uppáhaldi hjá mér, en í henni var maður með útsýni yfir Barcelona, á meðan maður kældi sig eftir sólina.

IMG_0058_fotor

Morgunmaturinn á hótelinu var svo sannarlega eitthvað sem ég lét alls ekki framhjá mér fara, enda elska ég svona morgunverðarhlaðborð og það var líka mjög notalegt að nýta morgunsólina og borða hann úti! Mér finnst alltaf æðislegt þegar ég er á Spáni að borða alla góðu ostana og skinkurnar, sem eru yfirleitt í miklu úrvali. Svo var auðvitað líka þetta hefðbundna, egg, beikon og pönnsur. Á hótelþakinu var frábær aðstaða til að liggja í sólbaði, og svo á kvöldin var opnaður bar sem var algjörlega dásamlegur. Þar var hægt að fá frábæra kokteila og sitja og horfa yfir ljósin í borginni. Það var líka hægt að hlusta á spænska söngkonu taka nokkra spænska slagara, sem var nú reyndar ekkert í uppáhaldi hjá mér, og ég var alltaf voðalega fegin þegar þeir skiptu yfir í playlista eftir að hún kláraði.

IMG_0069_fotor

Það kom nú samt alveg fyrir að við fórum út af hótelinu, þó við höfum sannarlega eytt miklum tíma þar, enda dásamlegt að vera þar! Við kíktum auðvitað á uppáhalds veitingastaðinn minn á Spáni, en það er ítalskur veitingastaður sem heitir Pizza Emporio, og er á nokkrum um allann Spán. Í Barcelona er hann bæði á Römblunni, og rétt hinumegin við götuna hjá La Sagrada Familía kirkjunni. Þar er hægt að fá (að mínu mati) bestu pizzur í heimi, og við fórum meirasegja tvisvar að borða á honum í þessari ferð, svo góður er hann! Veðrið var frábært, og við fögnuðum því svo sannarlega þegar það var smá vindur suma dagana, enda nauðsynlegt að fá smá hreyfingu á loftið í svona hita.

IMG_0074_fotor

Að sjálfsögðu kíktum við í “nokkrar” búðir, en stóra Sephora búðin sem ég fór í efst á Römblunni stóð upp úr. Ég eyddi þónokkrum mínútum og evrum þar inni, og fór út með fallegann poka sem ég var virkilega hamingjusöm með. Þó að mesta tímanum þann daginn hafi verið eytt í Sephoru, HM og Zöru, notuðum við daginn líka í að labba um Römbluna og skoða allt sem þar má sjá.

IMG_2747_fotor

Allar lausar stundir voru nýttar í að liggja í sólbaði, en ég verð nú að viðurkenna að það finnst mér virkilega notalegt! Við byrjuðum yfirleitt daginn á því að fara upp á þak, næla okkur í sólbekk og liggja þar aðeins, og hoppa svo í sundlaugina á milli. Við snerum svo aftur heim í kuldann á mánudagskvöldið, en eins yndislegur og hitinn og sólin er, þá drógum við djúpt að okkur andann þegar við komum út og gátum andað að okkur hreinu og köldu lofti hér á Íslandi!

Ferðin í heild sinni var algjörlega yndisleg! Það eina sem okkur langaði að gera var að vera í sólinni, versla, og borða góðann mat, og okkur tókst það allt svo sannarlega! Barcelona er yndisleg borg og mér finnst alltaf jafn gaman að koma þangað. Ég var sérstaklega ánægð með staðsetninguna á hótelinu sem við vorum á núna, en það munar öllu að vera vel staðsett þegar maður fer í svona stutta borgarferð.

xxx

P.s. Ef þið voruð farin að óttast um mig mæli ég með að fylgjast með mér á Snapchat! Notendanafnið mitt er gydadrofn og ég er dugleg að gera allskonar skemmtilegt þar!

3 Comments on “Ég um mig: Og Barcelona ferðina mína!”

 1. Ég er að fara til Barcelona eftir 3 vikur. Var einmitt búin að spotta sephora 🙂 Hef heyrt misjafnt um H&M þarna,hvernig fannst þér hún og hvar mælirððu með að versla?

  Kv,
  Kolbrún

  Like

  • Stóru HM búðirnar eru alveg fínar, en sumar eru bara með svona “spánar” fötum, sem er ekki alveg að henta fyrir svona íslendinga 😉 En stærstu og flottustu búðirnar fannst mér vera á götunni nálægt Römblunni sem heitir Portal de l’Angel, og þar voru líka mjög flottar Zöru búðir á nokkrum hæðum. Þær voru í raun og veru mjög fínar og bara svona alþjóðlegar HM og Zöru búðir, alveg hægt að kaupa þykkar peysur og allt þar 😉 Svo finnst mér Diagonal Mar mollið alltaf rosalega fínt, þar er lítil Sephora, ágæt HM og ágæt Zara, Primark, og fleiri búðir. Mæli frekar með því en Maremagnum mollinu sem er alls ekkert langt frá, því þar eru búðirnar mun minni, en þar er reyndar Primor sem er lágvöruverðs snyrtivörubúð! En Sephora á Römblunni og stóru HM á Portal de l’Angel eru must!! 🙂

   Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: