Fyrir/eftir: Miracle Touch farðinn frá Max Factor
Um daginn fékk ég að prófa virkilega flottann farða frá Max Factor, sem ég má til með að segja ykkur frá!
Farðinn heitir Miracle Touch, og er fljótandi farði í föstu formi. Ég hafði alltaf haldið að þetta væri kökumeik eða fastur farði, og ekkert spáð þannig lagað í honum, þar sem ég er yfirleitt hrifnari af fljótandi förðum. En svo var mér sagt frá því að þetta væri í raun og veru fljótandi farði, sem væri búið að koma yfir í fast form. Finnst fannst mér það ekki alveg passa, ef að farðinn er fljótandi..afhverju flýtur hann þá ekki? En svo um leið og ég fékk farðann í hendurnar og prófaði þá fattaði ég strax hvað var átt við! Hann er nefnilega fastur í dósinni eins og venjulegt kökumeik, en svo um leið og maður snertir hann þá verður hann fljótandi. Hann semsagt breytist algjörlega þegar hann kemst í snertingu við húð!
Farðinn er virkilega áferðafallegur á húðinni, og ég er alveg búin að vera að missa mig yfir honum seinustu vikur. Hann hylur mjög vel, án þess að verða of þykkur og kökukenndur. Eins og þið sjáið sjást stærstu freknurnar mínar örlítið í gegn, en hann hylur mesta roðann og gefur ótrúlega fallegan ljóma. Ég nota Expert Face Brush frá Real Techniques til að bera hann á, og svo Stippling Brush líka frá Real Techniques hreinan (semsagt ekki með farða í) yfir til að fullkomna áferðina. Ég hef líka notað Beautyblenderinn minn til að bera farðann á, og það kom líka ótrúlega vel út. Ég mæli klárlega á að kíkja á þennan flotta farða, en hann fæst í Hagkaup og apótekum sem selja Max Factor.
xxx
Færslan er ekki kostuð. Varan sem um er rætt er fengin sem sýnishorn. Skoðanir höfundar eru einlægar og hans eigin, eins og ávallt á gydadrofn.com.