5 uppáhalds í júní!

Júní leið alltof fljótt og júlí strax tekinn við..þá er tími til að líta yfir nokkrar uppáhalds vörur í seinasta mánuði!

uppahalds.juni

1. Max Factor Miracle Touch farði: Farði frá Max Factor sem kom mér alveg virkilega á óvart! Ég mun segja ykkur betur frá þessum í sér færslu á morgun, og sýna ykkur fyrir/eftir myndir. Þetta er fljótandi farði í föstu formi, sem að hylur alveg ótrúlega vel og kemur virkilega fallega út á húðinni!

2. Garnier Moisture Match rakakrem: Létt rakakrem með ljóma frá Garnier sem ég er búin að nota ótrúlega mikið í sólinni. Það er með SPF20, og það gefur svo fallegt líf í húðina og frískar hana við. Elska það!

3. Mac Lipliner í litnum Soar: Loksins loksins eignaðist ég þennann varablýant frá Mac! Hann var búinn að vera uppseldur lengi og ég held ég sé búin að bíða eftir honum í hálft ár, en ég rétt svo missti alltaf af honum. Þetta er minn uppáhalds litur, hann er svona dökk-mauve litaður, frekar nude á vörum og ekta svona Kylie Jenner litur.

4. Milani Setting Powder: Þetta púður er ég búin að nota daglega síðan ég fékk það! Ég nota það til að setja hyljarann minn, og það heldur honum alveg ótrúlega vel. Þegar ég er búin að bera á mig hyljara, t.d. undir augun, nota ég Setting burstann frá Real Techniques til að púðra yfir hann með þessu púðri, og þá helst hann extra lengi!

5. Baby Lips Dr.Rescue í litnum Coral Crave: Nýju Dr.Rescue varasalvarnir frá Maybelline eru sko algjört æði, og minn uppáhalds litur er kóralliturinn. Hann er virkilega frísklegur og fallegur og fullkominn í sumar!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur voru fengnar sem sýnishorn en aðrar keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

2 Comments on “5 uppáhalds í júní!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: