Ég elska: Baby Lips Dr.Rescue

IMG_3239

Fyrir um það bil ári síðan komu Baby Lips varasalvarnir frá Maybelline fyrst til Íslands. Ég var vægast sagt spennt fyrir komu þeirra, enda búin að bíða eftir þeim ansi lengi. Ég er búin að nota þessa venjulegu ótrúlega mikið síðan þeir komu, en núna nýlega bættist svo við í flóruna okkar hér á Íslandi þrjár nýjar tegundir af Baby Lips Dr.Rescue, en þeir eru ennþá meira nærandi en venjulegu týpurnar. Þeir eiga að laga þurrar og sprungnar varir, og maður finnur þá alveg virka þar sem það kemur svona eins og smá stingur. Ég veit að það eru margir búnir að bíða spenntir eftir þessum, og ég get alveg fullvissað ykkur um það að þeir eru þess virði að prófa!

IMG_3243

Dr.Rescue kemur í þrem litum, og ég elska þá alla! Þessi með grænu stöfunum er reyndar litlaus, en mér finnst hann æði og eftir að ég fékk hann er ég alltaf með hann á mér. Eins frábært og mér finnst að hafa varasalva með lit til að fríska upp á varirnar yfir daginn, þá er ég það mikill varasalvafíkill að ég verð alltaf að vera líka með einn glærann til að ég endi ekki með alltof mikinn lit á vörunum, þar sem ég er alltaf að setja nýja umferð. Þessi með ferskjulituðu stöfunum heitir Just Peachy, og er einmitt sá fyrsti sem ég eignaðist. Ótrúlega flottur svona ferskju-nude litaður með pínu svona shimmer áferð. Hann er ekkert ósvipaður þessum venjulega fjólubláa, sem var einmitt minn uppáhalds. Ég er nefnilega ekki búin að eiga fjólubláann Baby Lips í nokkrar vikur núna, þar sem ég missti minn í klósettið um daginn og neyddist svo til að sturta honum niður..með tárin í augunum..en það hefur reddast vegna þess að ég á þennan hér!

IMG_3242

Minn uppáhalds Dr.Rescue er samt örugglega þessi hérna fyrir ofan sem er í litnum Coral Crave. Hann er ótrúlega fallega kóral-litaður, og liturinn er skær og fallegur. Hann er samt alls ekki of skær á vörunum þar sem hann er hálfgegnsær, svo mér finnst þetta vera hinn fullkomni sumarlitur til að fá fallegar og frísklegar varir í sumar.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur voru keyptar af greinarhöfundi en aðrar voru fengnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: