Ég mæli með: Garnier Nordic Moisture Match

Veðrið þessa dagana er auðvitað ekkert nema dásamlegt, og loksins kom sumarið sem ég óskaði mér! Eins og þið kannski tókuð eftir á Snapchat er ég stödd á Akureyrir yfir helgina og ætla sko aldeilis að njóta sólarinnar hér. Það fyrsta sem ég gerði þegar ég vaknaði í morgun var að setjast út á pall og sleikja sólina, ekkert nema dásamlegt! Þar sem veðurspáin fyrir næstu daga er algjörlega frábær, og ég efa ekki að margir ætli að gera eins og ég og njóta sólarinnar fannst mér tilvalið að segja ykkur frá þessu frábæra kremi frá Garnier, sem er akkúrat það sem húðin mín þarf í þessu veðri.

IMG_2969

Þegar ég er úti í sólinni finnst mér algjör synd að kæfa húðina mína með farða. Það er samt alveg nauðsynlegt að passa vel upp á húðina, að hún sé að fá nægann raka og sé vernduð fyrir sterkum geislum sólarinnar. Þetta krem frá Garnier er með SPF20, og verndar húðina einstaklega vel fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Það er mjög létt, og fer hratt inn í húðina, svo það situr alls ekki ofan á húðinni eins og maður sé sveittur. Þetta er í rauninni svona á milli þess að vera venjulegt rakakrem, og að vera eins og BB krem, því það er ekki litur í því, en samt smá ljómi. Það inniheldur örfínar agnir sem láta húðina ljóma fallega og frískar mann við, án þess að manni líði eins og maður sé með eitthvað framan í sér. Það er 24 stunda rakakrem, sem inniheldur líka E-vítamín og sítrónuextract, auk B3 vítamíns sem er andoxunarefni. Það hentar líka viðkvæmri húð! Ég set þetta krem alltaf á mig áður en ég fer út í sólina, yfir venjulega dagkremið mitt eins og ég myndi gera við BB krem. Það er alveg í lagi að nota það eitt og sér, en þar sem ég vill alltaf að húðin mín fái pottþétt nægann raka (sérstaklega í sólinni) finnst mér frábært að nota það yfir.

Besti parturinn? Það er á geggjuðu verði og fæst bæði í Bónus og Hagkaup!

xxx

Færslan er ekki kostuð og varan er keypt af greinarhöfundi.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: