Nokkrar sögufrægar maskaradrottningar

iconicmascaras

Ég hef nokkrum sinnum verið spurð að því hvaða snyrtivöru ég gæti alls ekki verið án – og svarið er alltaf það sama: maskara. Eins mikið og ég myndi örugglega sakna þess að vera með eyeliner og fallegan farða, þá einfaldlega gæti ég ekki lifað án maskara. Mér finnst ég einfaldlega vera nakin í framan ef ég er ekki með maskara og fólk spyr mig yfirleitt: “Guð er allt í lagi með þig?” ef ég er maskaralaus, enda lít ég út fyrir að vera lasin eða eitthvað. Mér finnst alveg virkilega skemmtilegt að prófa nýja maskara, og ég hef ekki einu sinni tölu á því hversu marga maskara ég hef prófað í gegnum tíðina. Ég er alltaf með þónokkur stykki í skúffunni minni sem ég er með í notkun hverju sinni, og ég skipti um maskara eftir því hvernig skapi ég er í þann daginn. En! Að máli málanna..færslu dagsins, en hún er einmitt um maskara eins og þið hafið sennilega áttað ykkur á nú þegar. Það eru nokkrir maskarar sem eru svona legendary í snyrtivöruheiminum. Maskarar sem eiga alltaf sinn kaupendahóp, og konur um allann heim elska. Mig langar akkúrat að segja ykkur frá nokkrum þeirra í dag, en flestir eiga þeir sameiginlegt að henta mismunandi augnhárum, og þessvegna hafa þeir orðið svona vinsælir. Það er nefnilega þannig að maskarar eru svo ofsalega einstaklingsbundnir, og svo eru kröfur kvenna til þeirra auðvitað rosalega mismunandi líka. Ég tók saman 6 maskara sem hafa öðlast þennan legendary stimpil, og ef þið eruð að leita ykkur að maskara eru þessir klárlega eitthvað til að skoða!

maybelline.benefit

Maybelline – Great Lash

Snyrtivörumerkið Maybelline hefur lengi verið þekkt fyrir frábæra maskara – en það byrjaði allt með þessum hérna! Maybelline vörumerkið verður einmitt 100 ára í ár en þessi maskari kom á markað árið 1971, og er einn mest seldi maskari í heiminum. Á tímabili seldist einn svona á hverri 1,5 sekúndu..það eru 40 maskarar á mínútu! Hverri einustu mínútu á hverjum einasta degi! Ástæðan fyrir vinsældum þessa maskara eru að mínu mati mikið tengdar því hversu þægilegur burstinn er í notkun, hann er mjög smár og hentar flestum augnhárum. Great Lash greiðir mjög vel úr og litar hvert og eitt augnhár, og gerir þau sýnilegri. Hann er líka extra svartur, og svo er hann á alveg virkilega góðu verði. Hann er fullkominn fyrir þær konur sem vilja ekki of mikla drama maskara, og þeim sem eru kannski nýbyrjaðar að nota maskara, þar sem hann er þægilegur og auðveldur í notkun. Allar konur ættu að eiga einn svona að minnsta kosti einhverntímann!

Benefit – They’re Real 

Þó að snyrtivörumerkið Benefit hafi fyrst orðið þekkt fyrir Benetint vöruna, hafa þeir aldeilis verið að koma sér inn á maskaramarkaðinn seinustu ár. Mest seldi maskarinn þeirra er oft talinn byltingakenndur, en á hverjum 10 sekúndum selst einn They’re Real. Burstinn er svolítið sérstakur, en maskarinn er ætlaður til að búa til extra löng augnhár, sem líkjast gerviaugnhárum. Þar sem burstinn er með gúmmíhárum greiðir hann mjög vel úr, auk þess að gefa virkilega flotta lengd í leiðinni. Kúluna á endanum er hægt að nota til þess að sveigja augnhárin ennþá meira og opna þannig augnsvipinn, og þetta er maskari sem ég mæli algjörlega með að prófa. Þeir sem fylgjast með fréttum í förðunarheiminum hafa oft og mörgum sinnum heyrt minnst á þennann, og ekki að ástæðulausu!

loreal.dior

L’oreal  – Voluminous x5

Seinustu ár hefur þessi maskari aðallega verið þekktur fyrir eitt: að vera maskarinn sem make-up artistinn hennar Kim Kardashian, Mario Dedivanovic, notar á hana. Mario er mjög virtur í förðunarheiminum, og hefur nokkrum sinnum látið hafa eftir sér að honum þyki þetta allra besti maskarinn. Maskarinn er með nokkuð þykkum bursta, og á eins og nafnið gefur til kynna að þykkja augnhárin og gefa þeim fimm sinnum meira umfang. Hann er búinn að vera nokkuð lengi á markaðnum, en hefur öðlast auknar vinsældir seinustu ár – allt Mario að þakka! Hann veit líka alveg hvað hann er að tala um því þetta er frábær maskari, extra svartur og þykkir vel – fullkominn fyrir þetta Kim Kardashian lúkk!

Dior – Diorshow

Þó að þessi maskari sé aðeins búinn að vera á markaðnum í 12 ár, er hann samt sem áður talinn algjört icon í förðunarheiminum, og hjá hátísku- og snyrtivörumerkinu Dior. Upphaf maskarans var þegar förðunarsnillingurinn Pat McGrath var að farða baksviðs fyrir Dior tískusýningu, og notaði tannbursta á augnhárin á módelunum, til að fá það lúkk á augnhárin sem hún vildi. Dior áttaði sig þá á að hinn fullkomni maskari snerist ekki bara um maskaraformúluna – heldur líka burstann! Þeir þróuðu Diorshow burstann og byggðu hann á tannbursta-bursta, og höfðu formúluna bleksvarta. Maskarinn varð strax bestseller og hefur verið opinber “backstage” Dior maskarinn á tískusýningunum þeirra. Núna árið 2015 kemur hann á markað með endurbættri formúlu, sem inniheldur mícrófíber sem eiga að gefa augnhárunum aukna þykkt, án þess að klessa. Auk þess hefur Dior fengið einkaleyfi fyrir sérstakri Air-Lock tækni, sem snýst um það að láta ekkert loft komast að formúlunni, og þannig á hún að þorna síður og maskarinn þar af leiðandi endist lengur!

lancome.maxfactor

Lancome – Définicils

Définicils maskarinn frá Lancome, hefur verið mest seldi maskari fyrirtækisins í yfir 16 ár. Maskarinn er sérstaklega hannaður til að aðskilja augnhárin fullkomlega, og mótar þannig útlínur hvers og eins augnhárs. Burstinn hjúpar hvert og eitt augnhár algerlega, og lengir þau, svo að útkoman verður fullkomlega aðskilin og löng augnhár. Maskarinn hefur hlotið fjölmörg verðlaun, og er ennþá að hljóta tilnefningar til snyrtivöruverðlauna. Hárin á burstanum eru lögð í “broddgaltar-munstur”, og hvert hár er beygt á sérstakann hátt til að veita akkúrat rétt magn af formúlu í hverri umferð. Þannig er auðvelt að byggja maskarann upp, án þess að fá of mikið magn af formúlu á augnhárin!

Max Factor – Masterpiece Max

Max Factor merkið á sér virkilega skemmtilega og áhugaverða sögu, en Hr. Max Factor var með allra fyrstu þekktu make-up artistum í heiminum. Hann meirasegja fann upp orðið make-up! Hann trúði því að glamúr væri ekki meðfæddur – heldur búinn til með réttum tækjum og tólum. Hann farðaði margar af frægustu Hollywood stjörnunum á árunum 1920-30, en merkið kynnti svo fyrsta maskarann sem er borinn á með stöng með bursta á endanum, eins og við þekkjum þá í dag, í kringum 1960. Masterpiece Max maskarinn er einn af þeim mest seldu, og ég veit að margar íslenskar konur þekkja þennan vel. Umbúðirnar á honum líta reyndar örlítið öðruvísi út í dag en á myndinni hér að ofan, en þær hafa nýlega breyst. Vinsældir maskarans held ég að megi að stórum hluta rekja til þess að hann er á algjörlega frábæru verði, og svo er hann sjálfur líka alveg frábær! Hann greiðir vel úr augnhárunum, og gefur þeim aukið umfang.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

2 Comments on “Nokkrar sögufrægar maskaradrottningar”

  1. “Pat McGrath var að farða baksviðs fyrir Dior tískusýningu, og notaði tannbursta á augnhárin á módelunum, til að fá það lúkk á augnhárin sem hann vildi.”

    Hann? Er ekki spurning að geta smá background check áður en svona fer í loftið. Það tók sirka 15 sek gúgl að komast að því að hún er kona 🙂 Sem ég reyndar vissi en ákvað samt að gúggla og tékka hvort væri erfitt að finna upplýsingar um kyn hennar 🙂

    Like

  2. Já alveg rétt hjá þér! Ég hef eitthvað ruglast á fornöfnum þarna, sá einmitt mynd af henni um daginn svo ég átti nú alveg að vita að hún væri kona 🙂 En það er hér með leiðrétt 😉

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: