Ég elska: AstaZan

Fyrir nokkrum árum kom á markað vítamín/fæðubótarefni sem heitir AstaZan. Þegar það kom fyrst var það mikið auglýst, og ég ákvað að prófa. Síðan þá hef ég alltaf keypt það reglulega, og er einmitt að taka það þessa dagana. Mér finnst það algjör snilld og uppgötvaði að ég er búin að segja alltof fáum frá því!

IMG_2506

AstaZan eru litlir belgir (eins og lýsisperlur) sem innihalda andoxunar efni Astaxanthin. Mikið hefur verið talað um andoxunarefni seinustu ár, enda eru kostir þeirra fjölmargir. Það sem þetta sérstaka andoxunarefni gerir er til dæmis að styrkja og vernda húðfrumurnar, svo húðin brennur síður í sól. Ég hef oft tekið E-vítamín til þess að hjálpa húðinni minni – enda er það einstaklega gott fyrir húðina, en þetta andoxunarefni hjálpar E-vítamíninu að endurnýjast. Þetta kemur samt alls ekki í staðinn fyrir venjulega sólarvörn, heldur er þetta að vernda húðina innan frá og hjálpa henni að vera fljótari að laga sig ef hún brennur. Mér finnst ég líka verða fljótar brún, og fá fallegri lit þegar ég er að taka þetta. AstaZan hjálpar líka til við að hjálpa vöðvunum og liðunum að jafna sig eftir æfingar. Ég finn til dæmis alltaf fyrir því þegar ég tek það, að ég fæ miklu minni strengi eða harðsperrur! Líka ef ég fæ strengi, þá eru þeir einhvernveginn miklu vægari og ekki svona sárir eins og þeir verða stundum, ef maður er t.d. að gera nýjar æfingar.

Fyrst þegar maður byrjar að taka það er mælt með að taka þrjár perlur á dag (með mat) í tvær vikur, og fara svo niður í eina á dag. AstaZan fæst í apótekum.

xxx

Færslan er ekki kostuð og varan er keypt af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: