Góð ráð: Til að geyma avocado

IMG_2339

Eins og þið kannski vitið borða ég virkilega mikið af avocado. Það er algjörlega eitt það besta sem ég fæ, og það líður varla sá dagur sem ég fæ mér ekki eitthvað með avocado. Það er þessvegna frábært fyrir mig að avocado er líka ótrúlega hollt og stútfullt af góðum vítamínum, olíum og trefjum. Ég trúi því að það sé algjör ofurfæða og mæli með að allir fái sér avocado þegar þeir fá tækifæri til! En það er tvennt sem getur verið vesen þegar maður ætlar að fá sér avocado..í fyrsta lagi: að velja rétt þroskaðann ávöxt (avocado er nefnilega ávöxtur fyrir þá sem ekki vissu!), og í öðru lagi: að geyma það ef maður ætlar ekki að nota það allt í einu. Ég ætla að tala um fyrra atriðið seinna, en í dag ætla ég að gefa ykkur þrjú góð ráð um hvernig hægt er að fá það til að endast lengur “opið”. Avocado á það nefnilega til að verða fljótt brúnt og ljótt eftir að það hefur verið skorið..en með þessum þrem ráðum helst það lengur grænt og fallegt!

Ráð #1

Alltaf að geyma avocado með steininum

IMG_2349

Ef maður ætlar bara að nota annann helminginn af avocadoinu, er mikilvægt að geyma alltaf þann sem steinninn er ennþá í. Yfirleitt þegar maður sker avocado, sker maður það eftir miðjunni, og þá verður steininn eftir í öðrum helmingnum. Ekki taka hann úr, því hann hjálpar avocadoinu að haldast lengur grænt og verða ekki brúnt! Líka ef maður er að gera guacamole, þá er gott að geyma steininn úr avocadoinu, og stinga honum ofan í guacamole-ið áður en það fer inn í ísskáp, þannig helst það lengur grænt.

Ráð #2

Kreistu sítrónu yfir avocado sem á að geyma

IMG_2356

Með því að kreista örlítið af ferskum sítrónusafa yfir avocado-ið áður en það fer í geymslu, helst það lengur ferskt. Eftir að sítrónusafinn hefur verið kreistur yfir, er mælt með að nota næsta ráð hérna á eftir, eða þá að setja avocadoið í loftþétt box og inn í ískáp. Sýran í sítrónunni hjálpar til við að sporna við því ferli sem verður þegar avocado verður brúnt, og því helst það lengur grænt.

Ráð #3

Pakkaðu avocado inn í plastfilmu áður en það fer í ísskápinn

IMG_2363

Með því að pakka avocadoinu þétt inn í plastfilmu, og setja það svo inn í ísskáp helst það mun lengur ferskt og grænt. Ég mæli með að reyna að pakka því eins þétt og mögulegt er, svo filman sé nánast loftþétt.

Áhrifaríkast er að nota öll þessi þrjú ráð til samans! Semsagt að taka avocado helminginn með steininum, kreista yfir hann sítrónusafa, og pakka honum inn í plastfilmu. Gleðilegt avocadoát!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: