Heima hjá mér: Snyrtiaðstaðan mín

Loksins, loksins, loksins get ég skrifað þessa færslu! Þeir sem eru búnir að fylgjast með mér muna kannski eftir því að í janúar sagði ég ykkur frá því að ég væri að fara í breytingar á snyrtiaðstöðunni minni, en það var einmitt eitt af áramótaheitunum mínum. Þar sem ég eyði miklum tíma þarna, fannst mér alveg kominn tími til að taka aðstöðuna í gegn og gera hana fína. Það er heldur betur búið að taka tíma sinn, en loksins er þetta allt að koma saman og ég er að verða nokkuð sátt með útkomuna. Svo loksins ætla ég að sýna ykkur myndir af snyrtiaðstöðunni minni, og segja ykkur frá því hvaða hlutir tilheyra henni!

P.s. ef þið viljið sjá myndirnar stærri getið þið tvíklikkað á þær!

4.

Snyrtiborðið mitt heitir Malm, og er úr Ikea. Til hliðar við það er ég með Alex kommóðu úr Ikea, þar sem ég geymi snyrtivörurnar mínar. Uppi á borðinu er ég með burstana mína, og þær snyrtivörur sem ég nota mest hverju sinni. Þess má geta, að mér tókst að setja saman bæði kommóðuna og borðið alveg ein og óstudd. Ef ég get það – þá geta það allir.

1.

Á öðrum enda borðsins geymi ég burstana mína. Ég nota ferkantaða glervasa og skrautsand úr Ikea til þess að auðvelt sé að stinga burstunum ofan í þannig þeir standi. Ég nota grófari gerðina af skrautsandi, en mér fannst hin tegundin vera of fín fyrir stærri burstana og það var erfitt að koma þeim ofan í.

2.

Fyrir framan vasana með burstunum er ég með tvo hvíta vasa, í öðrum þeirra geymi ég stærri bursta, og í hinum förðunarsvampana mína. Ég er líka með lítinn disk í sama stíl.

3.

Við hliðina á glervösunum með burstunum er ég með hirslu undir varaliti, en þar geymi ég varaliti, varasalva og gloss. Hirslan er af Ebay, og kostaði minnir mig $5.

5.

Við hliðina á varalitaeiningunni er ég með þrjú glær box, en þau eru úr Söstrene Grene. Ég skipti reglulega út þeim snyrtivörum sem eru í þeim, eftir því hvað ég er að nota mest hverju sinni. Neðsta boxið er með loki, en ég tók lokið af því efsta svo vörur gætu staðið upp úr því. Ofan í því er svo annað lítið box undir maskarana og eyelinerinn.

6.

Til hliðar við glæru boxin geymi ég krem línuna mína. Akkúrat núna er ég að nota Skin Perfection línuna frá L’oreal, og mér finnst fallegt að raða henni upp beint á borðið.

7.

Í horninu er ég svo með nokkra vasa. Þessi koparlitaði er úr fallegri lítilli búð í Noregi og var gjöf frá pabba. Bleiki vasinn er frá Bloomingville, en hinir tveir úr Söstrene Grene. Í þessum bleika er ég með Bold Metals burstana mína, og í hinum tveim geymi ég bómull og eyrnapinna.

8.

Ofan á Alex kommóðunni, geymi ég nokkrar Iittala skálar og vasa, og uppáhalds ilmvatnið mitt.

9.

Í svörtu skálinni er ég með handskrúbb og handáburð frá Essie, og í bleiku skálinni þau undir- og yfir-naglalökk sem ég nota mest.

10.

Í horninu er ég með lítinn kassa með marmaramunstri sem Arna vinkona mín gaf mér í jólagjöf, en í honum geymi ég ýmsa minnismiða. Ofan á honum er lítið glært box úr Söstrene Grene með hárteygjum, og naglalakkspottur til að taka af naglalakk. Kók flaskan er Marc Jacobs flaska sem var framleidd fyrir nokkrum árum, og ég hef geymt síðan því mér finnst hún svo falleg.

11.

Fyrir ofan kommóðuna er ég með 3stk af hillum, þar sem ég raða naglalökkunum mínum. Hillurnar eru venjulegar rammahillur úr Ikea, sem ég lét saga af fyrir mig. Venjulega lengdin á þeim er 55cm en ég lét stytta þær niður í 40cm til að passa á veginn við hliðina á speglinum.

12.

Eitt af því sem ég er ánægðust með við breytingarnar, er lýsingin. Ég keypti mér þetta ljós með perustæðum í Ikea, en ég elska gamaldags stílinn á því. Mig er búið að dreyma um svona lýsingu heillengi svo ég er alveg í skýjunum með hana.

13.

Ég tók þá ákvörðun að hafa ljós bara fyrir ofann spegilinn, því mér fannst of þröngt að setja sitthvorumegin við hann eins og oft er gert. Lýsingin er virkilega góð, en ég keypti sterkustu perurnar sem henta fyrir þetta perustæði, til að fá sem björtustu lýsinguna. Til að kveikja á ljósinu er tengd lampasnúra með takka, sem þið getið séð á borðinu við hliðina á Elizabeth Arden kreminu ef þið horfið vel. Snúran er þrædd bakvið spegilinn svo hún sést ekki neitt.

14.

Eitt það besta við snyrtiborðið er klárlega skúffan sem kemur undan því. Hún er mjög stór og það fylgdi með mjúkur botn í hana, svo hún hentar fullkomlega undir skartgripi.

15.

Útaf mjúka botninum haldast skartgripirnir á sínum stað, og renna ekki til þegar skúffan er opnuð eða henni lokað.

16.

Ég tók saman þá hluti sem ég keypti í breytingarnar, og hvað þeir kostuðu. Margt átti ég auðvitað fyrir, eins og til dæmis Iittala skálarnar, og einhverja af vösunum. Spegilinn átti ég, en hann er sérskorinn eftir máli á glersmíðaverkstæði, og ég hef átt hann mjög lengi, og man því miður ekki hvað hann kostaði. Það er hægt að fá allskonar flotta spegla til dæmis bara í Ikea, nú eða bara gera eins og ég og fá hann skorinn eftir máli ef þið viljið hafa hann alveg plain og án ramma. En hér er listinn yfir það sem ég keypti, og verðið er svona sirkabát!

Alex kommóða (Ikea) – 21.995kr

Malm snyrtiborð (Ikea) – 19.995kr

Musik vegglampi (Ikea) – 4.590kr (Heildarkostnaður með perum: 10.840kr)

Ribba rammahilla (Ikea) – 895kr (3stk, heildarkostnaður: 2.685kr)

Rektangel glær vasi undir bursta (Ikea) – 590kr (4stk, heildarkostnaður: 2.360kr)

Kulort skrautsandur fyrir burstavasa (Ikea) – 290kr (5stk, heildarkostnaður: 1.450kr)

Skurar kertavasar undir bursta (Ikea) – 390kr (2stk, heildarkostnaður: 780kr)

Skurar kertadiskur undir bursta (Ikea) – 250kr

4 glær box undir snyrtivörur og teygjur (Söstrene Grene) – 3.500kr

Varalitahirsla (Ebay) – 1.000kr

2 vasar undir bómul og eyrnapinna (Söstrene Grene) – 1.200kr

Heildarkostnaður við breytingar á snyrtiaðstöðu: um 66.000kr

Mér finnst rúmar 65 þúsund krónur ágætlega sloppið fyrir þessa uppfærslu. Eins og þið sjáið er lanstærsti parturinn af verðinu að sjálfsögðu borðið, kommóðan og ljósið. Annað keypti ég mjög ódýrt! Eins og ég segi er þetta búið að taka nokkra mánuði, og ég keypti alls ekki allt í einu. Svo er ég svo heppin að eiga yndislegann pabba sem kom til mín í borgina og hengdi allt saman upp fyrir mig, en allt annað gerði ég bara sjálf. Núna er svo ekkert annað að gera en að sitja þarna og punta sig..sem er nú akkúrat það sem mér finnst skemmtilegast!

xxx

Færslan er ekki kostuð og hlutir fyrir snyrtiaðstöðu eru keyptir af höfundi.

2 Comments on “Heima hjá mér: Snyrtiaðstaðan mín”

  1. Pingback: Spurningar vikunnar #1 | gyðadröfn

  2. Pingback: Heima hjá mér: í snyrtiherberginu | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: