Ég elska: Milani Illuminating Face Powder

Um daginn var mér boðið að skoða vörur frá snyrtivörumerkinu Milani. Ég hafði ekki notað merkið áður, en fékk að kíkja í búðina þeirra á Kleppsmýrarvegi og skoða mig um. Ég sá margt sem greip augað, en áður hafði ég rekist á þennann kinnalit/highlighter á netinu og langaði mikið að vita hvernig hann kæmi út.

milani2

Varan er í raun og veru allt í einu highlighter, bronzer og kinnalitur. Það voru til þrír fallegir litir, tveir sem voru meira brún/bronzlitaðir, og svo þessi bleiki. Venjulega er ég ekki mikið fyrir mjög bleika kinnaliti eða highlightera, en bleiku rósirnar kölluðu svo á mig að ég ákvað að gefa honum séns. Liturinn er númer 03 og heitir Beauty’s Touch. Ég er með endalaust æði fyrir highlighterum, og held ég fái aldrei nóg af því að kaupa mér nýjar tegundir. Yfirleitt kaupi ég mér frekar litlausa highlightera, svo þessi er pínu öðruvísi og ég var mjög spennt að prófa.

milani

Mér finnst þessi vara vera algjör snilld! Hún kemur svo sjúklega fallega út á húðinni, og bleiki liturinn er alls ekkert of áberandi eins og þið sjáið á myndunum. Eiginlega er þetta meiri highlighter heldur en eitthvað rosa bleikur kinnalitur, og ég myndi segja að púðrið væri svona hálfgegnsætt – gefur alveg ótrúlega fallegan ljóma. Eiginlega langar mig strax að prófa hina litina, þeir eru örugglega fullkomnir til að nota á stærri svæði á andlitinu til þess að fá sólarkysst lúkk. Fyrir þá sem langar í highlighter sem gefur líka frísklegan kinnalit er þetta akkúrat málið!

Það er hægt að kaupa Milani vörurnar á vefversluninni Shine.is og svo er hægt að kíkja í búðina til þeirra á Kleppsmýrarvegi 8!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan er fengin sem sýnishorn.

4 Comments on “Ég elska: Milani Illuminating Face Powder”

 1. Hæhæ! Er með þig á snap og finnst mjög gaman að fylgjast með en langaði að koma með smá vinalega ábendingu sem ég veit að myndi amk láta mér líða þæginlegra með að horfa, ef þú gætir reynt að hafa augun þín og augabrúnirnar með í mynd (eða bara allt andlitið) veit það getur verið snúið að taka svona ‘selfívídjó’ en ég á e-ð svo erfitt með að horfa á fólk tala þegar ég sé bara neðri hlutann af andlitinu og líkamann og oft ekki augun. Myndi muna rosalega að setja myndavélina beint á andlitið svo maður fái tilfinningu fyrir andlitstjáningunni:) sorrí með langlokukomment, hef bara lengi langað að láta þig vita af þessu en kannski ekki beint kunnað við það en er viss um að þetta hjálpi… og takk fyrir gott blogg! fylgist alltaf með:)

  Like

  • Hæhæ, getur verið að þú sért að nota iPhone 4 eða 4S? Mér var bent á að þar sem ég tek snapchöttin mín upp á minn iPhone 5S sem er með stærri skjá, þá klippist af þeim þegar þau eru spiluð í símum með minni skjá :/ En ég skal reyna að passa að hafa bil fyrir ofan mig svo þau passi betur 🙂

   Like

   • Hahah það hlaut að vera! Er einmitt með 4, það útskýrir;-) fannst þetta eitthvað hálf skrýtið:)

    Like

   • Já akkúrat mér datt það í hug, systir mín nefnilega sagði mér að stundum klipptist svona af snap myndum og myndböndum hjá henni..en leiðinlegt að þetta komi svona og vonandi næ ég að taka myndböndin þannig að þau sleppi samt 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: