Uppfært: Hvernig ég hreinsa förðunarburstana mína!

Einu sinni fyrir langa löngu birti ég færslu um það hvernig ég hreinsaði förðunarburstana mína. Okei það var kannski ekkert fyrir svo mikið langa löngu..en mér finnst samt eins og það sé heil eilífð síðan! Þá var ég tiltölulega nýbyrjuð með bloggið, og það er alltaf gaman að skoða eldri færslur og sjá hvað hefur breyst. Það hefur nefnilega svolítið breyst í sambandi við það hvernig ég hreinsa förðunarburstana mína. Eftir að ég uppgötvaði Solid sápuna fyrir nokkrum mánuðum hef ég komist á þá skoðun að þetta sé allra besta leiðin til að þrífa burstana mína! Ég kynntist Solid sápunni á svipuðum tíma og ég fékk Beautyblenderinn minn, en Solid er akkúrat upprunalega gerð fyrir Beautyblenderinn, en hentar til að hreinsa alla förðunarbursta og svampa.

solid2

Sápan kemur í kringlóttu boxi, og er í raun eins og gamaldags sápustykki. Ég sver það, að þetta er einhverskonar galdrasápa. Áður en ég eignaðist hana var ég alltaf í svona hálftíma að þrífa förðunarsvampana mína, og samt urðu þeir ekki einu sinni almennilega hreinir. En þessi sápa tekur nánast allt úr þeim í fyrstu umferð, og þeir verða bara alveg eins og nýjir! Ég tók smá andköf af undrun þegar ég sá brúnbleika Beautyblenderinn minn verða skærbleikann aftur á nokkrum sekúndum. Það er langþægilegast að hafa sápuna bara í boxinu og þrífa förðunarburstana með að nudda þeim í hana þar, því það er líka sigti eða grind neðst, ef að auka bleyta skyldi leka niður. Á myndunum hér að neðan ætla ég að sýna ykkur hvernig ég geri þetta skref fyrir skref, en ég var reyndar ekki með boxið undan sápunni með mér á myndunum, svo ég nota sápuna og held henni með litlu handklæði. En aðferðin er sú sama!

IMG_2785

Ég byrja á að bleyta förðunarburstann minn vel, en á myndunum er ég að sýna ykkur Expert Face Brush frá Real Techniques.

IMG_2791_fotor

Næst byrja ég að nudda burstanum blautum uppvið Solid sápuna, og ekki hafa áhyggjur af því þó að sápan verði blaut – hún þornar mjög fljótt. Ég nudda nokkrum sinnum með hringlaga hreyfingum, þangað til mér finnst vera komið nóg af sápu í burstann.

IMG_2794_fotor

Næst nudda ég burstanum vel aftur með hringlaga hreyfingum í lófann og eins og þið sjáið fer strax að koma farði úr burstanum í hendina. Næst færi ég hendina undir kranann og held áfram að nudda burstanum í hringlaga hreyfingum í lófann, núna með vatninu.

IMG_2797

Að lokum klára ég að skola alveg úr burstanum, og þá er hann bara tilbúinn..hreinn og fínn! Þetta er í alvöru svona einfalt, og tekur svona lítinn tíma. Áður fyrr var ég mun lengur með hvern bursta, en núna er þetta ekkert mál. Ég nenni líka svona þrisvar sinnum oftar að þrífa burstana mína núna, því það er svo einfalt eitthvað, og ekki jafn mikið bras.

Þið getið fengið Solid sápuna hjá Beautyblender á Íslandi.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan sem um er rætt er keypt af greinarhöfundi sjálfum. 

2 Comments on “Uppfært: Hvernig ég hreinsa förðunarburstana mína!”

  1. Pingback: Góð ráð: Til að hreinsa förðunarbursta! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: