Nýtt: Real Techniques Duo Fiber Collection

Jæja þá er ég loksins mætt aftur með nýja færslu handa ykkur! Á fimmtudaginn seinasta var ég stödd í Smáralind á miðnæturopnuninni að kynna nýja Real Techniques settið sem var að koma til landsins. Settið er búið að vera á markaðnum úti í smá tíma, en hafði aldrei komið til Íslands fyrr en núna! Ég er búin að eiga það í rúmt ár, og var alveg virkilega spennt að fá það til landsins þar sem ég get þá loksins sagt ykkur hvað það er dásamlegt.

duo4

Burstarnir í nýja settinu eru allir með hvítum sköftum, og hárin á þeim eru svokölluð “duo-fiber” hár. Það þýðir að þau eru þéttust neðst við skaftið, þar sem svörtu hárin eru, en verða svo gisnari eftir því sem ofar kemur. Hvítu hárin eru lengri og standa upp úr þeim svörtu. Þegar maður horfir ofan í burstana eru þeir svolítið eins og litlir broddgeltir, þar sem hvítu hárin standa upp eins og broddar, en svörtu hárin eru þétt eins og feldurinn á broddgeltinum. Þessi uppbygging leyfir burstunum að gefa virkilega létta og dreifða áferð á förðunarvörurnar.

duo3

Settið inniheldur þrjá bursta, Duo-fiber face brush, Duo-fiber contour brush og Duo-fiber eye brush. Eins og þið sjáið eru sköftin öll hvít, en litirnir á stöfunum sem stafa nöfnin á þeim eru í mismunandi litum eftir því hvaða grunnlínum þeir tilheyra.

Duo-fiber face brush: Stærsti burstinn í settinu er með appelsínugulum stöfum, og tilheyrir því appelsínugulu eða gylltu grunnlínunni sem er fyrir grunnförðun. Þetta er algjörlega einn af mínum uppáhalds burstum, og ég nota hann í hvert skipti sem ég mála mig! Hann er æði í fljótandi farða, kremfarða, laust púður og púður, en ég nota hann langmest í sólarpúður. Dagsdaglega vill maður ekki endilega vera með of áberandi skyggingu, en með þessum bursta fær maður svo létta og dreifða skyggingu, og stærðin á burstanum hentar fullkomlega undir kinnbeinin. Fyrir þá sem muna eftir Nic’s Picks settinu sem kom fyrir jólin, þá er þetta sami bursti og sá stærsti í því. Það er samt allt í góðu þó þið eigið hann, vegna þess að mér finnst ég alltaf þurfa að eiga tvo, einn fyrir ljósari púður eða fljótandi farða, og hinn fyrir dekkri sólarpúður.

Duo-fiber contour brush: Miðju burstinn í settinu er með bleikum stöfum, sem þýðir að hann tilheyrir bleiku grunnlínunni sem er til að fullkomna áferð förðunarinnar. Eins og nafnið gefur til kynna er hægt að nota hann við að contoura andlitið, eða skyggja það. Persónulega finnst mér hann vera fullkominn blöndunarbursti fyrir hyljara, og ég nota hann alltaf til að dreifa úr hyljara sem ég ber undir augun. Afþví að hann er ekki of þéttur efst, þá nær hann að dreifa úr hyljaranum án þess að taka hann allann í burtu, sem mér finnst stundum gerast þegar maður fer með bursta yfir hyljara. Þetta er líka minn uppáhalds bursti í krem kinnalit!

Duo-fiber eye brush: Minnsti burstinn er með fjólubláum stöfum sem þýðir að hann tilheyrir fjólubláu grunnlínunni sem er fyrir augun. Þar sem áferðin sem fæst með burstanum er virkilega létt, hentar hann fullkomlega til að gera mjög léttar skyggingar í náttúrulegri förðun, og til að fara yfir og blanda skyggingar. Þegar ég er búin að gera skyggingu á augun nota ég þennan alltaf til að fara létt yfir skygginguna svo að engin skil sjáist. Hann er því ótrúlega góður bæði fyrir þá sem vilja gera léttar og náttúrulega skyggingar, og þá sem eru kannski með meira áberandi augnförðun..

duo2

Fyrir utan að innihalda frábæra bursta, þá finnst mér settið líka einstaklega fallegt. Hvíti liturinn á sköftunum er svo ótrúlega fallegur og að mínu mati er þetta sett sem allir bursta-elskendur ættu að eignast. Ég og vinkona mín gleymum því örugglega aldrei þegar ég eignaðist það allavega fyrir rúmu ári síðan. Ég var nefnilega búin að lesa um það á netinu, og vissi að það var í takmörkuðu upplagi, og langaði mikið að eignast það. Ég var búin að leita af því á Ebay á þeim tíma, en fann það aldrei, og var því nánast búin að gefa upp vonina að eignast það. Svo var ég stödd með bestu vinkonu minni í Boots í Bretlandi, og rek þá alltíeinu augun í eitt stykki af burstasettinu í hillunni. Ég tók andköf, rak upp lítið óp og hljóp af stað, og vinkona mín hreinlega vissi ekki hvað hefði skeð. Þegar hún sá að þessi viðbrögð voru vegna þess að ég hafði komið auga á burstasett, fór hún að skellihlæja, ásamt fleirum í búðinni. Það má því sannarlega segja að ég hafi misst mig örlítið, sem er reyndar ekki óalgengt í aðstæðum eins og þessum. Hvað get ég sagt..ég bara elska bursta!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: