Mínar must have snyrtivörur

Um daginn fékk ég fyrirspurn á Snapchat að segja frá mínum must-have snyrtivörum í story. Ég gerði story þar sem ég sagði frá nokkrum af þeim snyrtivörum sem ég er að nota núna og mér finnst vera “must-have”. Ég fékk ótal spurningar um vörurnar, og var svo beðin um að setja þær hérna á bloggið líka, og verð að sjálfsögðu við því! Eins og ég tók fram á Snapchat eru alls ekki sömu vörur sem henta öllum, en þetta eru allavega vörur sem ég sjálf elska, og hef heyrt frá öðrum að þeir séu sammála mér.

musthave

1. Beautyblender: Þó að þetta sé ekki beint snyrtivara, er þetta til þess að nota snyrtivörur og fær því að falla í þennan flokk. Beautyblender förðunarsvampurinn er sá allra besti sem ég veit um, og ég nota minn nánast daglega!

2. Smashbox Primer Water: Primer spreyið frá Smashbox er eitthvað sem mér finnst að allir ættu að eiga! Þetta er primer í spreyformi sem er hægt að spreyja yfir andlitið undir farðann, og líka yfir daginn ef manni langar að fríska húðina aðeins við. Primerinn er mjög léttur og olíulaus og hentar öllum húðgerðum, og svo er lyktin æði!

3. L’oreal True Match: Klárlega mind must have farði. Er búin að eiga þennan alltaf til í nokkur ár og þetta er farðinn sem ég gríp hvað oftast í. Hann er léttur með meðal þekju, og einstaklega áferðafallegur. Það eru líka til margir litir svo það ættu allir að geta fundið lit við sitt hæfi, en það er auðvitað svo ótrúlega mikilvægt að farðinn sem maður notar sé í réttum lit.

4. The Balm Mary-Louminizer: Þennan highlighter var ég búin að sjá á bloggum og hjá youtube-erum út um allt, og einfaldlega varð að prófa hann. Það var svo sannarlega góð ákvörðun því ég er búin að nota hann upp á dag síðan ég fékk hann! Einn allra fallegasti highlighterinn að mínu mati.

5. Maybelline Age Rewind Dark Circle Eraser: Þessi hyljari er líka svona vara sem ég var búin að sjá út um allt, og hugsaði alltaf: vá þetta getur nú ekki verið svona frábært..þetta er nú bara hyljari. En svo prófaði ég, og sannfærðist! Þetta er orðið algjört must have í mína snyrtitösku, og ég hreinlega get ekki án hans verið!

6. Anastasia Beverly Hills Contour Kit: Ef þið fylgjist með erlendum bloggurum eða youtube-erum hafið þið eflaust heyrt um Contour kittið frá Anastasiu. Þetta er æðisleg vara til að gera skyggingu og highlight, og algjört must have fyrir þær sem eru að spá í svoleiðis förðun.

7. L’oreal So Couture: Eitt af því sem ég elska er að prófa nýja maskara, og ég hef örugglega prófað..ég veit ekki einu sinni hvað marga! En það er einn maskari sem ég verð alltaf að eiga til og það er þessi hér, So Couture frá L’oreal. Ég get alltaf treyst á hann, og hann reddar mér líka alltaf ef ég lendi í vandræðum með augnhárin mín.

8. L’oreal Superliner Perfect Slim: Klárlega mesta must have-ið að mínu mati! Þessi eyeliner er eitthvað sem ég bara verð að eiga til, og akkúrat núna á ég 8 stykki í skúffunni minni..klikkuð ég veit. Ég er alltaf með eyeliner, og get varla farið út í daginn án þess að eiga þennan til að gera eyelinerinn minn, svo þetta er algjörlega mín signature vara!

9. Anastasia Dip Brow Pomade: Augabrúnagelið frá Anastasia er augabrúnavara sem ég mæli með að allir kíki á. Þetta er gel/krem sem maður ber í augabrúnina til að fylla upp í hana og móta, og varan lítur nákvæmlega eins og út og augabrúnin sjálf. Svo er það líka vatnshelt!

10. Urban Decay Naked: Nánast einu augnskuggapalletturnar sem ég nota eru Naked palletturnar frá Urban Decay. Þó ég noti oft staka augnskugga til að ná fram ákveðnu lúkki þá nota ég þessar yfirleitt alltaf í grunninn. Það eru bæði til venjulegu Naked sem eru stórar og svo Naked Basics sem eru minni. Þessar stóru eru með fleiri litum og bæði möttum og sanseruðum, en í Basics eru allir mattir. Naked2 og Naked 1 Basics eru mínar uppáhalds.

11. Essie Fiji: Að sjálfsögðu get ég ekki sleppt því að nefna uppáhalds naglalakkið mitt í heiminum, en það er liturinn Fiji frá Essie. Hann er ljósbleikur og þekjandi og ég bara fæ ekki nóg af honum!

12. Mac Brave: Að mínu mati eru Mac með bestu varalitina á markaðnum í dag, og bjóða líka upp á virkilega flott litaúrval. Það eru til endalaust margir fallegir litir, en liturinn Brave er í uppáhaldi hjá mér!

xxx

P.s.! Ef þið eruð ekki núþegar að fygljast með mér á Snapchat, mæli ég svo sannarlega með því, er mjög virk þar 😉 @gydadrofn

2 Comments on “Mínar must have snyrtivörur”

  1. Hæ flott síðan þín, mjög falleg og alltaf áhugavert það sem þú ert að skrifa um:)
    Er með spurningu varðandi Anastasia dip brow, fæst þetta hér á Íslandi?

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: