Ég elska: Plum Passion frá Maybelline

Ég er með tilkynningu! Ótrúlegt en satt, þá hef ég fundið mér varalit í áberandi lit sem ég sé fyrir mér að ég eigi bara alveg pottþétt eftir að nota! Eins og þið kannski vitið þá á ég mjög erfitt með að vera með áberandi varaliti, finnst það einhvernveginn ekki vera ég. Ég er líka alltaf eitthvað svo föst í því að ef maður er með áberandi augnförðun megi maður ekki vera með of áberandi varalit, og ég er alltaf með áberandi augnförðun. En svona reglur eru nú ekkert heilagar og það er í góðu lagi að brjóta þær annarslagið er það ekki?

IMG_2860_fotor

Í sumarsólinni sem er búin að vera í borginni (sorry þið sem eruð ennþá í snjónum úti á landi) er tilvalið að skella á sig sumarlegum og fallegum varalit. Um daginn prófaði ég nýjann lit frá Maybelline sem er ansi flottur, og ég held ég bara hreinlega neyðist til að nota hann oft í sumar, svo flottur er hann. Hann er númer 365 og heitir Plum Passion. Þetta er akkúrat svona litur sem er búinn að vera vinsæll uppá síðkastið, dökk-berja-bleik-plómulitaður myndi ég segja ef ég ætti að reyna að gefa honum nafn. Hann er allavega virkilega fallegur!

IMG_2886_fotor

Liturinn er mjög bjartur og kemur fallega út á vörum. Mér finnst líka mikill kostur að hann er ekki alveg mattur, því ég verð alltaf svo þurr á vörunum þegar ég nota alveg matta varaliti. Hann er samt ekki með neinu glimmeri í, heldur bara svona léttri næringu. Fullkominn sumarlitur!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan var fengin sem sýnishorn, en það hefur þó ekki áhrif á álit höfundar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: