5 uppáhalds í maí!

Maí að klárast og sumarið að ganga í garð..og þá er tími til að fara yfir það sem var í uppáhaldi í seinasta mánuði! Eins og þið kannski sjáið býð ég upp á nýtt útlit á “uppáhalds” færslunni minni í þetta skiptið, og ég vona að ykkur líki það!

mai

1. Maybelline Lash Sensational maskari: Nýji Maybelline maskarinn er algjörlega búinn að slá í gegn, og ekki að ástæðulausu. Mér finnst hann ótrúlega frábær, en hann greiðir vel úr augnhárunum og brettir þau upp, og opnar þannig augun. Hann gefur líka frábæra lengd og er með gúmmíbursta sem ég elska!

2. Real Techniques Duo Fiber Collection: Í tilefni þess að hvíta Real Techniques settið er loksins að koma til Íslands, ætla ég að setja það hérna sem uppáhalds. Ég er búin að eiga mitt í 1 og hálft ár og búin að nota það alveg ótrúlega mikið, en hef ekki mikið talað um það hér á blogginu þar sem það var ófáanlegt hér. Þetta er sett með þrem duo fiber burstum, en þeir eru þéttastir neðst þar sem svörtu hárin eru, og svo koma þessi hvítu upp með mun meira millibili. Með þeim er hægt að fá alveg ótrúlega fallega og létta áferð, og ég algjörlega elska þá!

3. Rock Your Hair – Hair Plump: Þetta hársprey er búið að vera í mestu uppáhaldi seinasta mánuðinn. Það er algjör snilld og ég eiginlega get ekki án þess verið! Ég skrifaði einmitt færslu um það í gær, HÉR, þar sem þið getið lesið betur um það.

4. Essie Quick-E Drops: Droparnir frá Essie sem láta naglalakkið þorna hraðar eru ein mesta himnasending sem ég hef fengið. Fyrir óþolinmóða manneskju eins og mig er þetta algjör bjargvættur, og svo eru þeir líka einstaklega þægilegir í notkun! Ítarlegri færsla HÉR.

5. L’oreal Brow Artist Genius Kit: Augabrúnavara sem ég prófaði nýlega og elskaði við fyrstu notkun. Ég er endalaust að prófa eitthvað nýtt fyrir augabrúnirnar mínar því ég vil hafa þær vel mótaðar og áberandi, og þessi vara hjálpar til við að gera akkúrat það. Þú getur lesið betur um hana í færslunni minni HÉR og séð fyrir og eftir myndir!

xxx

Færslan er ekki kostuð. Vörur voru fengnar sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: