Ég elska: Hair Plump frá Rock Your Hair

Fyrir nokkrum vikum síðan fékk ég að prófa hárvörur frá nýju merki sem er nýlega komið í sölu hér á Íslandi. Merkið heitir Rock Your Hair, og mér fannst það alveg virkilega spennandi – enda er það bleikt, bleikt, bleikt!

IMG_2852

Fyrsta varan sem ég prófaði heitir Hair Plump, og er þurrsjampó og hársprey í sama brúsanum. Þetta er svona ‘texturising’ sprey, veit ekki alveg hvað ég get kallað það á íslensku..áferðarsprey? Það nafn minnir mig reyndar frekar á einhverskonar áburð..æi köllum það bara texturising sprey! Það er semsagt sprey sem gerir hárið líflegra, og gefur flötu og líflausu hári aukið líf og umfang. Það er líka algjör snilld að þetta er þurrsjampó líka, svo það frískar upp á hárið ef það er kannski ekki alveg tandurhreint. Þar sem ég er mjög dökkhærð get ég ekki notað hvaða þurrsjampó sem er, því ég fæ hvítar rendur í hárið af þessum venjulegu. Það kom mér því verulega á óvart að þó að þetta sprey sé ekki litað dökkt, þá fæ ég engin för eða rendur í hárið. Og svo verð ég auðvitað alltaf að nefna lyktina! Hún er nefnilega alveg virkilega góð og fersk, og vinkonur mínar spurðu mig um daginn hvort ég væri búin að fá mér nýtt ilmvatn, en þá hafði ég akkúrat verið að spreyja spreyinu í hárið rétt áður.

IMG_27570_fotor_fotor

Hárið mitt er mjög fíngert, mjúkt og slétt og á það til að verða svolítið flatt. Ég er alltaf að leita mér að vörum sem gefa því meira umfang, og þessvegna er þetta sprey algjörlega fullkomið fyrir mig. Ég er eiginlega algjörlega orðin háð því og búin að nota það nánast daglega síðan ég fékk það. Ég hef bara aldrei prófað neitt sem frískar jafn mikið upp á hárið mitt, og gefur því umfang og líf í leiðinni, sem er það sem ég er alltaf að leita að! Á myndinni sjáið þið hárið mitt með mínútu millibili, en á fyrir myndinni er það frekar flatt og líflaust. Á seinni myndinni er ég búin að spreyja spreyinu í, og það virðist strax mun þykkra, og þið sjáið kannski hvað ég meina með að það bæti við þessari ‘texture’ í hárið. Ég tek hárið aðeins í sundur og bý til eins og nokkrar skiptingar, og spreyja svo spreyinu í rótina. Virkilega flott vara sem ég mæli svo sannarlega með að kíkja á, sérstaklega ef þið eigið í sömu vandræðum og ég að gera hárið umfangsmeira og meira lifandi! Eins og ég sagði eru vörurnar frá Rock Your Hair tiltölulega nýkomnar til Íslands, en þær fást til dæmis á hárgreiðslustofunni Gallerí Útlit í Hafnarfirði, og á Amber hárstofu á Akureyri! Þið getið fylgst með þeim á Facebook HÉR.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan sem um er rætt var fengin sem sýnishorn, en það hefur engin áhrif á álit höfundar á vörunni. Ávallt er sett fram hreinskilið og einlægt álit á gydadrofn.com.

2 Comments on “Ég elska: Hair Plump frá Rock Your Hair”

  1. Pingback: 5 uppáhalds í maí! | gyðadröfn

  2. Pingback: Spurningar vikunnar #4 | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: