Skref-fyrir-skref: Svarthvítur eyeliner

Einhverntímann fyrir löngu síðan sá ég mynd af fallegri augnförðun á Pinterest sem mig langaði alltaf að prófa að gera. Fyrir nokkrum vikum lét ég svo verða af því, og hún kom svo vel út að ég ákvað að ég yrði að gera skref-fyrir-skref fyrir ykkur og sýna ykkur hvernig ég framkvæmdi hana. Þetta er glamúrförðun sem er samt alls ekki flókin, og er flott ef maður er að fara gera eitthvað – ég til dæmis var með hana á Eurovisionkvöldinu um daginn! Ég ætla bara að sýna ykkur augnförðunina í þetta skiptið, enda er hún aðalmálið. Þetta er líka augnförðun sem er algjörlega að mínu skapi, enda inniheldur hún mikinn eyeliner og falleg augnhár. Litirnir sem ég nota eru alls ekkert heilagir, því eyelinerinn er aðal málið. Ég setti saman myndir þar sem ég sýni hvert og eitt skref í förðuninni og númeraði fyrstu samsettu myndina, en þið vitið þá hvernig númerin raðast á öllum hinum.

Skref-fyrir-skref

IMG_2676_fotor_fotor

1. Áður en ég byrjaði hreinsaði ég vel húðina, og bar létt augnkrem undir augun.

2. Ég byrja á að taka ljósann augnskugga, og base-augnskuggabursta. Ég er að nota Naked Basics pallettu og nota fyrst Foxy yfir allt augnlokið, og svo Venus alveg fremst og í augnkrókinn.

3. og 4. Þið sjáið að ég hef ljósast við augnkrókinn og aðeins niður af honum.

IMG_2690_fotor

1. Næst tek ég litinn Faint úr sömu Naked Basics pallettu, og nota hann til að skyggja.

2. Ég set skygginguna aðallega í globus línuna, en ég hef hana bara létta þar sem eyelinerinn verður aðal málið.

3. Næst tek ég Eyedust frá Make Up Store, í litnum Surface og dreyfi aðeins yfir allt augnlokið til að fá smávegis shimmer yfir augnskuggann.

4. Eins og þið sjáið er skyggingin mjög létt og alls ekki áberandi, bara rétt aðeins til að fá dýptina.

IMG_2691_fotor

1. Hér sjáið þið skygginguna með opin augun.

2. Næsta skref er að taka hvítan augnblýant, en ég er að nota Khol blýant frá L’oreal, í litnum 120 – Immaculate Snow.

3. Ég geri breiða, vængjaða línu með hvíta blýantinum. Ég byrja alveg innst og læt hana breykka örlítið eftir því sem lengra kemur á augnlokið, og geri svo vænginn. Gott er að hafa blýantinn vel yddaðan þegar maður gerir vænginn svo maður nái að móta hann.

4. Eins og þið sjáið þá mynda endinn á vængnum, og augabrúnin mín, nokkurskonar ósýnilegann odd. Þið getið ýmindað ykkur að það sé lína undir augabrúninni sem vængurinn og augabrúnin speglast um.

IMG_2710_fotor

1. Næst tek ég svartann, blautann eyeliner. Mér finnst langþægilegast að nota tússpenna með mjóum odd, og sá besti sem ég veit um er Superliner Perfect Slim frá L’oreal. 

2. Ég nota svarta eyelinerinn til að gera línu sem er alveg eins í laginu og þessi hvíta sem ég hafði áður gert, nema bara þynnri.

3. Ég passa að setja svarta eyelinerinn alveg upp við rótina á augnhárunum, svo það sjáist ekki skil á milli línunnar og háranna.

4. Vængurinn á svörtu línunni fylgir eftir hvíta vængnum, og er algjörlega samsíða henni. Svarta línan er í raun og veru ofan á þeirri hvítu. Þá eru línurnar tilbúnar!

IMG_2716_fotor

1. Næsta skref eru augnhárin. Ég er að nota Tanja Lashes í týpunni Venezuela, og Duo augnháralím. Ég klippi augnhárin ekkert til því mér finnst þau fullkomin eins og þau eru.

2. Mér finnst best að bera lím á augnháralengjuna með því að setja litla doppu af lími á handarbakið á mér.

3. Næst srýk ég lengjunni eftir hendinni ofan í doppunni, svo þunn rönd af lími festist á henni.

4. Ég leyfi svo líminu að þorna örlítð, og set svo augnhárin á mig.

IMG_2731_fotor

1. Til þess að blanda mínum eigin augnhárum við gerviaugnhárin, tek ég maskarann minn og greiði þau vel saman.

2. Ég passa samt að setja alls ekki mikið af maskara á gerviaugnhárin sjálf, svo að þau verði ekki of áberandi og skyggi á augnförðunina.

3. Til að ramma inn augnumgjörðina nota ég Brow Artist Genius Kit frá L’oreal, og móta augabrúnirnar mínar.

4. Tilbúin augnförðun!

collage2

Eins og ég sagði frá áður er eyelinerinn auðvitað aðal málið í þessari förðun. Með því að setja hvíta eyelinerinn undir þann svarta og láta hann standa útfyrir, poppar svarta línan ennþá meira út og verður meira áberandi. Þetta er svolítið í anda svona sixtís farðanna þar sem mjög grafískar línur og hvítir og svartir litir voru notaðir til að búa til andstæður. Ég er mjög oft spurð að því hvernig sé best að ná að gera fallegann, vængjaðann eyeliner, en besta ráðið sem ég get gefið ykkur er bara æfa sig, æfa sig og æfa sig. Ég er reyndar alltaf á leiðinni að taka upp eyeliner-myndband til að sýna ykkur nákvæmlega hvernig ég geri þetta, en það mun koma fljótlega. Augnhárin sem ég er að nota með þessari förðun eru eins og ég sagði Venezuela frá Tanja Lashes, en þau eru mjööög löng og alveg klikkað falleg í svona förðun. Ég hafði húðina mína er frekar hlutlausa, og varirnar algjörlega nude, enda vildi ég leyfa augnförðuninni að njóta sín alveg.

xxx

Færslan er ekki kostuð. Sumar vörur eru fengnar sem sýnishorn en aðrar keyptar af greinarhöfundi sjálfum.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: