Neglur: Kylie Jenner á Coachella

IMG_0987_fotor

Ef að þið eruð jafn miklir Kylie Jenner aðdáendur og ég, þá hljótið þið að muna eftir lúkkinu hennar á Coachella. Fyrir þá sem ekki vita er Coachella árleg tónlistar og listahátíð sem er haldin í Coachella dalnum í Colorado eyðimörkinni. Jenner systurnar létu sig ekki vanta á hátíðina í ár, og nokkrum dögum fyrir hana postaði Kylie mynd á Instagram þar sem hún skartaði þessu sérstaka síða blágræna hári. Ég lagði nú ekki í blágræna hárið til að ná lúkkinu hennar, en mér finnst neglurnar hennar líka einstaklega töff, og aðeins meira “do-able” en hárið. Súper langar og ljós-mintugrænar – lúkk sem ég elska!

IMG_0978

Naglalakkið sem ég er með heitir Mint Candy Apple og er að sjálfsögðu frá uppáhalds naglalakksmerkinu mínu, Essie. Það er mjög svipað og þetta sem Kylie er með, og liturinn er alveg sjúklega flottur. Seinustu daga er ég búin að fá nokkrar spurningar um hvert ég fari í neglur, en svarið er ekkert, því þetta eru mínar neglur. Þær vaxa alveg ótrúlega hratt, og mér hefur tekist að halda þeim óbrotnum alveg hingað til. Það hentaði því akkúrat að prófa þetta lúkk núna með svona langar neglur! Undir lakkinu er ég með First Base undirlakk frá Essie, og Super Duper yfirlakk.

IMG_0981

xxx

Færslan er ekki kostuð. Varan sem um er rætt var fengin sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: