Ég elska: Brow Artist Genius Kit frá L’oreal
Síðasta árið hefur einhvernveginn allt í snyrtivöruheiminum snúist um augabrúnir. Ég er að fylgjast með mörgum flottum make up artistum og öðrum í snyrtivörubransanum á Instagram, og mér finnst ég alltaf vera að sjá endalaus augabrúnamyndbönd á Instagram-feedinu mínu. Ég verð að viðurkenna að ég er líka sjálf búin að spá mikið í augabrúnum, og upp á síðkastið er ég að reyna að láta þær vaxa, því ég vil hafa þær örlítið þykkri. Ég geri líka meira úr þeim með augabrúnavörum, þannig þær virki ennþá þykkri og meiri. Í seinustu viku prófaði ég svo loksins nýja augabrúnavöru sem kom á markað fyrir ekki svo löngu síðan, en hún er einmitt frá einu af mínu allra uppáhalds snyrtivörumerki, L’oreal!
Brow Artist Genius Kit er tvöföld augabrúnapalletta, sem kemur í tveim litum. Ég er með litinn medium-dark, og hann hentar mínum brúnum fullkomlega. Öðru megin í pallettunni er vax með örlitlum lit, en hinu megin er litað augabrúnapúður. Svo fylgir líka með lítill bursti og plokkari, en ég nota reyndar ekki burstann sem fylgir. Ég byrja á að taka miðlungs stórann skáskorinn augabrúnabursta og bera vaxið í augabrúnirnar. Það mótar þær og heldur hárunum á sínum stað. Næst tek ég mjög lítinn skáskorinn augabrúnabursta, dýfi honum í púðurlitinn, og móta útlínur augabrúnarinnar. Ég byrja alltaf neðan frá og geri línu undir augabrúnina og dreifi svo úr litnum upp frá henni. Ef mér finnst ég þurfa að móta hana ennþá betur geri ég líka línu ofan frá, en hana geri ég yfirleitt frá sirka miðri augabrún og út í enda. Svo bara dreifi ég vel úr línunum og fylli upp í brúnina í leiðinni.
Ég hef örugglega sagt ykkur það áður að ég er með frekar leiðinlegar augabrúnir. Þær eru mjög gisnar, og hárin eru fá – en löng. Á myndinni að ofan er ég reyndar tiltölulega nýbúin að lita þær, svo hárin sem eru til staðar eru alveg dökk á litinn, en það vantar alltaf svo mikið að fylla inn í hana svo hún sé almennilega mótuð. Líka þegar hárin eru svona löng finnst mér nauðsynlegt að nota vax eða gel til að halda hárunum á sínum stað, annars verða þær bara úfnar eins og á the Grinch eða eitthvað. Á myndinni að neðan er ég búin að fylla inn í mínar brúnir með Genius Kit, fyrst með vaxinu og svo púðurlitnum. Ég verð að segja að þetta er einn allra besti púður-augabrúnalitur sem ég hef prófað! Það eru góð pigment í honum, sem þýðir að hann litar vel, og er mjög þéttur. Vaxið gerir líka algjörlega sitt, og ég hef sloppið við Grinch lúkkið hingað til. Mæli klárlega með að prófa! Genius Kit fæst í L’oreal stöndum í Hagkaup og apótekum.
xxx
Færslan er ekki kostuð. Varan er fengin sem sýnishorn, en það hefur þó ekki áhrif á álit höfundar. Alltaf er sett fram hreinskilið og einlægt mat á vörum á gydadrofn.com.
Geðveikt! Verð klárlega að prófa!
LikeLike
Pingback: 5 uppáhalds í maí! | gyðadröfn