Góð ráð: Við að setja á sig brúnkukrem!

Ráðið sem ég er með handa ykkur í dag er sennilega ein mesta snilld sem ég hef kynnst. Ég minntist reyndar á það í einni færslu fyrir um það bil ári síðan, en þar sem það hafa þónokkrir nýjir lesendur bæst í hópinn síðan þá finnst mér tilvalið að sýna ykkur það aftur. Það á líka klárlega skilið sér færslu!

Ikke-navngivet-1

Ég set reglulega á mig brúnkukrem, og þessi þrjú sem þið sjáið á myndinni hér að ofan eru í uppáhaldi hjá mér. Tvö af þeim eru “mússur”, en önnur er Sublime Bronze Self-Tanning Golden Mousse* frá L’oreal, og hin er Bronzing Mousse frá St. Tropez. Þær eru báðar virkilega þægilegar í notkun, en þessi frá L’oreal er töluvert léttari og liturinn verður ekki eins áberandi, og meira gylltur. Þessi frá St. Tropez gefur einn fallegasta lit sem ég hef séð, og virkar á nokkrum tímum. Þegar ég vill fá fallegan lit fljótt er Brazilian Tan í uppáhaldi, en það klikkar aldrei og ég verð aldrei flekkót eða röndótt, ekki einu sinni þegar það er að fara af. Ráðin sem ég er með handa ykkur í dag snúa einmitt að því hvernig ég set á mig brúnkukrem. Ég var alltaf að kaupa sérstaka brúnkuhanska í búðum, en það sem ég þoldi ekki við þá var að þurfa alltaf að þrífa þá eftir hverja notkun. Oft nennti ég því ekki og þeir urðu grænir (gamalt brúnkukrem verður oft grænt) og ógeðslegir og ég endaði alltaf á að nota þá bara í fáein skipti, þó þeir kosti alveg sitt. Þangað til ég fattaði mesta snilldarráð sem ég veit!

IMG_2821_fotor

Einhverntímann var ég að fara að setja á mig brúnkukrem í flýti, en fann þá ekki brúnkuhanskann minn. Ég hef oft þakkað fyrir það að hafa ekki fundið hann akkúrat þarna, því að annars hefði ég kannski ekki fattað þetta snilldarráð. Það er nefnilega algjör snilld að nota dömubindi til að setja á sig brúnkukrem! Já, dömubindi! Það sem ég geri, er að klippa dömubindi í tvennt, og passa að klippa það þannig að vængirnir fari akkúrat í tvennt. Best er að nota frekar stóra gerð sem er líka með frekar sléttu yfirborði (mæli ekki með Always í þetta, ég er með Libresse á myndinni). Næst nota ég límið sem er aftan á dömubindinu til að líma það í báða lófana, og svo brýt ég vængina yfir handarbakið.

IMG_2836

Ef þið pælið í því, er þetta í rauninni hið fullkomna tæki til að bera á sig brúnkukrem. Það dreifir brúnkunni jafnt á, og límið og vængirnir gera það að verkum að dömubindið er alveg fast á höndunum, og rennur ekki til eins og hanskar gera. Fyrir utan það er það líka mjög ódýrt, og svo er bara hægt að henda því eftir notkun, svo það þarf ekki að brasa við að þrífa það heldur. Svo eru dömubindi eitthvað sem er líklega til á flestum heimilum þar sem kvenmenn búa! Þau virka bæði fyrir krem eins og Brazilian Tan, og mússur eins og þessar sem ég sýndi ykkur frá L’oreal og St. Tropez.

IMG_2843_2

Annað ráð sem ég get gefið ykkur við ásetningu brúnkukrems, er að vera með góðann handskrúbb tiltækann um leið og búið er að bera á sig. Það vilja nefnilega oft fara einhverjar klessur á hendurnar, og sérstaklega neðst við úlnliðinn þegar ég nota dömubinda-aðferðina mína. Um leið og ég er búin að bera á mig brúnkuna nota ég handskrúbb, til dæmis þennann geggjaða frá Essie Spa sem heitir Starter Scrub*, og skrúbba vel hendurnar og lófana. Svo set ég smávegis af brúnkukremi í bómullarskífu, og nota hana til að bera örlítið á handarbökin, svo að þau verði nú ekki skjannahvít. Þannig fæ ég fullkomlega brúnar hendur og slepp við að brúnkukremið festist á stöðum þar sem ég vill ekki hafa það, eins og inni í lófunum og á milli fingranna.

Vonandi getið þið nýtt ykkur eitthvað af þessum ráðum kæru brúnkukrems-ásetjarar!

xxx

Færslan er ekki kostuð, en sumar vörur voru fengnar sem sýnishorn (stjörnumerktar).

4 Comments on “Góð ráð: Við að setja á sig brúnkukrem!”

  1. Takk fyrir þetta ætla að prófa þetta með dömubindið í kvöld!Ég elska brúnkukrem en það verður alltaf svo ljótt og flekkótt á höndunum, ætla að prófa að gera þetta svona og nota einmitt Essie skrúbbinn sem ég var að fá mér 🙂

    Like

  2. Þetta er algjör snilld, mun klárlega prófa þetta næst 🙂

    En má ég spyrja, hvað er uppáhalds túss eyelinerinn þinn? sá á snappinu að þú varst að tala um einhvern, en náði því ekki hvað hann heitir, er að vonast til þess að ná loksins að setja á mig eyeliner sjálf með því að kaupa svona túss haha 🙂

    Like

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: