Ég elska: Essie Quick-E Drops

IMG_0662

Ekki fyrir löngu síðan kom naglamerkið Essie á markað hér á Íslandi, sem er eitthvað sem ég og mjög margir aðrir höfðum beðið eftir. Það hefur eflaust ekki farið framhjá ykkur, enda allir að missa sig yfir þessum frábæru lökkum, og svo er hreinlega erfitt að ganga framhjá stöndunum í búðunum með öllu fallega litaúrvalinu án þess að kíkja aðeins á það! En Essie er ekki bara þekkt fyrir frábært úrval af litum, heldur er ýmislegt fleira fyrir neglur og hendur í boði hjá þeim. Það sem mig langar að segja ykkur frá í dag heitir Quick-E drops, og er ein mesta snilld sem ég hef prófað!

IMG_0663

Quick-E Drops eru gerðir til þess, að láta naglalakkið þorna hraðar. Essie gefur upp að með því að nota þessa vöru yfir blautt naglalakk þorni það á 60 sekúndum, og ég get alveg vottað það að það stenst hjá þeim. Eins og nafnið segir til um eru þetta dropar (en ekki lakk), en þeim er sleppt yfir nöglina svo það þarf ekkert að strjúka yfir þær með bursta. Með glasinu fylgir dropateljari sem er notaður til að geta sleppt einum til tveim dropum í einu á hverja nögl.

IMG_0651_fotor

Um leið og búið er að naglalakka yfir neglurnar seinustu umferðina af lit sem á að setja, er hægt að nota dropana. Þá tekur maður dropateljarann og sleppir einum til tveimur dropum á hverja nögl, ofan á blautt lakkið. Ég nota oftast tvo þegar neglurnar mínar eru svona langar eins og þær eru núna, en á styttri neglur ætti einn að vera nóg. Eftir að dropanum er sleppt þá dreifir hann sjálfur úr sér á nöglinni, og það þarf ekkert að koma við lakkið eða nöglina til að dreifa úr honum.

IMG_0694

Þið munið kannski eftir því um daginn þegar ég sagði ykkur frá því að það væri hægt að nota Pam sprey til að láta naglalakkið þorna hraðar, HÉR. Pam er auðvitað fitusprey og droparnir eru einmitt líka svona olíukenndir. Droparnir eru mun hreinlegri og þægilegri í notkun, þar sem þeir fara ekki út um allt eins og Pam spreyið. Eins og ég segi eru þeir olíukenndir, en olían lekur alltaf aðeins niður á naglaböndin mín og nærir þau, sem mér finnst frábært. Þetta er ein sniðugasta vara sem ég hef prófað og ég nota hana í hvert skipti sem ég naglalakka mig – sem er ansi oft. Ef þið eruð að spá í hvaða lit ég sé með á nöglunum á þessum myndum er svarið að sjálfsögðu Fiji frá Essie, en ef þið vissuð það ekki nú þegar er það uppáhalds liturinn minn í öllum heiminum!

xxx

Færslan er ekki kostuð en varan var fengin að gjöf eftir viðburð sem höfundi var boðið á. 

1 Comments on “Ég elska: Essie Quick-E Drops”

  1. Pingback: 5 uppáhalds í maí! | gyðadröfn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: