Ég mæli með: Maybelline Dream Wonder Nude

Þegar ég var nýbyrjuð með bloggið birti ég færslu þar sem ég mældi með tveim góðum förðum, sem voru í uppáhaldi hjá mér þá. Færsluna má lesa HÉR, en farðarnir tveir sem ég talaði um voru Lumi farðinn frá L’oreal, og Magic Nude Liquid Powder frá L’oreal líka. Lumi farðinn er því miður dottinn úr vöruúrvali hér á Íslandi, en Liquid Powder hefur aldrei fengist hér á landi. Ég fékk ótrúlega margar spurningar eftir þessa færslu hvar væri hægt að fá þann fjólubláa (Liquid Powder), en loksins get ég sagt ykkur frá því að það fæst mjög svipaður farði hér á landi núna! Sá farði er reyndar ekki frá L’oreal, heldur Maybelline, en eftir að hafa lesið umfjallanir og prófað hann svo sjálf hef ég komist að því að þeir eru alveg virkilega svipaðir.

IMG_0530

Farðinn frá Maybelline heitir Dream Wonder Nude, og er eins og ég sagði áður mjög svipaður þessum frá L’oreal. Hann er alveg virkilega léttur, og maður finnur varla fyrir honum á húðinni. Þekjan er frekar létt og hann myndar þunna himnu á húðinni, og áferðin er alveg mött. Farðinn er fljótandi og frekar þunnur, en um leið og maður byrjar að dreifa úr honum er eins og hann “púðrist upp”. Hann semsagt breytist nokkurnveginn úr fljótandi farða og verður svo eins og púður þegar maður dreifir úr honum á húðinni. Ég myndi alls ekki vilja púðra yfir hann, því hann er alveg það mattur. Mér finnst langbest að nota hreina fingur til að dreifa úr þessum faðra, þannig fær maður réttu áferðina og þekjan verður mun jafnari en ef maður notar bursta. Ég nota reyndar yfirleitt alltaf Stippling burstann minn frá Real Techniques (hreinann) til að fara yfir farðann þegar ég er búin að dreifa úr með fingrunum, til þess að áferðin verði algjörlega fullkomin.

IMG_0541

Til að bera farðann á andlitið er svona stafur með kúlu á endanum. Maybelline mælir með að nota kúluna til að láta dropa detta á fingurgómana og bera hann þannig á andlitið. Ég nota stafinn sjálfann og set nokkrar rendur á andlitið, kannski tvær á kinnarnar, eina á einni, eina niður nefið og eina á hökuna. Svo bara fer ég að dreifa með fingrunum, með hringlaga hreyfingum. Aðal kosturinn við þennann farða finnst mér vera hvað hann er léttur og hann er bara eins og fjöður á húðinni. Ég nota alls ekki of þunga farða dagsdaglega, því ég vil að húðin mín geti andað aðeins og svo finnst mér líka bara fallegra að vera ekki með of mikla þekju. Ég get klárlega mælt með þessum farða fyrir þær sem vilja léttan farða, með mattri áferð.

xxx

Færslan er ekki kostuð en varan er fengin sem sýnishorn.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: