Sumarið mitt!

Það verður að viðurkennast að seinustu dagar hafa verið vægast sagt pakkaðir hjá mér. Í seinustu viku var ég á fullu að klára skólann, sem er nú formlega búinn! Ég trúi varla að ég sé strax búin með eitt ár í háskólanum, líður alveg ótrúlega hratt. Akkúrat núna er ég búin að pakka meirihlutanum af dótinu mínu í töskur, því að ég er að fara til Akureyrar í smá frí áður en ég byrja að vinna. Það er alltaf svo ótrúlega gott að komast heim og knúsa fjölskylduna aðeins, og svo auðvitað er Eurovision vikan, en við mamma látum sko ekki okkar eftir sitja í Eurovision-partýinum. Í sumar verð ég að vinna í fullri vinnu hjá snyrtivöruheildsölu. Það er alveg ótrúlega skemmtilegt, og ég fæ að tala um snyrtivörur allann daginn sem er auðvitað það skemmtilegasta sem ég geri. Ég er því virkilega spennt fyrir komandi sumri!

Seinasta sumar var vægast sagt frábært, og ég hef fulla trú á að þetta sumar verði ekkert síðra. Það sem verður öðruvísi er að í fyrra átti ég heima á Akureyri, en núna ætla ég að vera fyrsta sumarið mitt í Reykjavík, svo það er mjög spennandi.

IMG_9811     IMG_0511     IMG_0515

IMG_0513     IMG_0509     IMG_0512

IMG_0514     IMG_0740     IMG_0510

Í fyrra gerði ég ýmislegt skemmtilegt, við Bella vorum duglegar að vera úti í góða veðrinu, ég eldaði helling af góðum mat, fór á Þjóðhátíð, og svo fór ég á Justin Timberlake tónleikana í lok sumars. Mig langar að vera ennþá duglegri að gera skemmtilega hluti þetta sumar, og ég vona að veðrið hér í borginni verði jafn gott og á Akureyri (þó að sé auðvitað alltaf besta veðrið þar).

xxx

1 Comments on “Sumarið mitt!”

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: