Uppskrift: Banana- og hafra pönnukökur

IMG_0459

Þegar ég var að keppa seinast var ég alltaf með svokallaðann “nammidag” einu sinni í viku. Þá var alltaf fastur liður að búa mér til bananapönnukökur á laugardagsmorgnum, og það var eitthvað sem að ég gat alls ekki sleppt! Einu sinni meirisegja fattaði ég um miðnætti á föstudagskvöldi að ég ætti ekki banana til að gera pönnukökurnar morguninn eftir, og þegar ég sagði mömmu frá því keyrði hún alla leið heiman frá sér og til mín með banana (um miðnætti á föstudegi) svo ég gæti nú örugglega gert pönnukökurnar mínar daginn eftir! Mamma mín er nefnilega besta mamma í heimi og veit hvað ég elska þessar pönnukökur mikið.

IMG_0443

Að því sögðu get ég svo sannarlega sagt að þessar pönnukökur eru ekkert nema dásemdin ein. Ég er reyndar með tvær uppskriftir, báðar eru yndislegar en önnur er með höfrum, og hin ekki. Ég ætla sýna ykkur þessar með höfrunum núna, þær eru þéttari og matarmeiri en hinar. Eiginlega eins og hafragrautur með banana í pönnukökuformi. Fáránlega góðar! Þær eru fullkominn morgunmatur um helgar og í brunchinn. Þar sem ég elska bæði bragðið af höfrum og bönunum þá finnst mér þær voðalega góðar einar og sér, en ég hef nú samt prófað að setja ýmislegt á þær líka. Það er til dæmis fáránlega gott að smyrja þær með hnetusmjöri eða nutella, eða hella hlynsýrópi eða karamellusýrópi yfir þær, og svo hef ég líka stundum sett nokkra súkkulaðimola ofan á þær heitar og leyft þeim að bráðna yfir þær. Ég geri þær alltaf mjög stórar og þykkar, enda finnst mér þær bestar þannig. Ég nota litla pönnu sem er jafn stór og pönnukakan sjálf, svo það fer bara ein pönnukaka á hana í einu. Þá verða þær allar jafn stórar og akkúrat í þeirri stærð sem ég vil hafa þær.

IMG_0428

Uppskriftin – að sirka 6 stórum pönnukökum:

1 og 1/3 bolli hveiti

3/4 bolli hafrar

1 msk. sykur

2 tsk. lyftiduft

1/2 tsk. kanill

1 egg

1 og 1/3 bollar mjólk

2 vel þroskaðir bananar (um 1 bolli af stöppuðum banana)

2 msk. olía

Byrjið á að blanda saman hveiti, höfrum, sykri, lyftidufti og kanil í stóra skál. Setjið næst egg, stappaða banana, mjólk og olíu í aðra skál, og blandið vel saman. Hellið svo bananablöndunni saman við þurrefnin og blandið vel. Hitið pönnuna og berið smá olíu á hana. Hellið um 1/4 bolla af deiginu á heita pönnuna. Snúið við þegar loftbólur myndast og bakið þangað til gullinbrúnar!

xxx

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: