Vorið á Instagram!

Nú er aldeilis langt síðan ég hef gert Instagram færslu, en mér finnst alltaf gaman að birta aftur myndir sem ég hef sett á Instagram og segja ykkur aðeins betur frá þeim!

IMG_0066

Vorið er svo sannarlega tíminn til að fara að klæða sig í sumarlegri liti og léttari flíkur. Ferskjulitaða skyrtan mín er í uppáhaldi og ég nýti hvert tækifæri til að klæðast henni. Hún er úr H&M og kostaði nú bara eitthvað smáræði, en liturinn finnst mér vera það fallegasta við hana.

IMG_9634

Um leið og sólin lætur sjá sig set ég upp sólgleraugun mín sem ég keypti mér í fyrrasumar. Þau eru frá Ray Ban og þetta eru þessi klassísku aviator gleraugu. Týpan heitir RB3025 og liturinn á glerjunum er 112/19. Án efa allra bestu sólgleraugu sem ég á! Ég er mjög kröfuhörð á sólgleraugun mín því ég þoli ekki gleraugu sem láta mig fá rauð för sitthvorumegin við nefið, þar sem gleraugun hvíla á nefinu. Ég veit ekki hvað það er en þegar ég fæ svona för í húðina þá eru þau stundum alveg óendanlega lengi að fara, og ef að gleraugun eru of þung og þrýsta of mikið á þá er ég stundum með rauðar doppur á nefinu allann daginn liggur við. Eftir að ég keypti mér mín í fyrra fóru bæði mamma og pabbi og keyptu sér alveg eins (öðruvísi á litin reyndar), því ég gat ekki hætt að tala um hvað ég elskaði mín mikið.

IMG_9811

Þó að vorið sé tíminn til að klæðast sumarlegri litum, er alltaf tilefni fyrir all black everything. Ég lét einmitt hafa það eftir mér í viðtali um daginn, að þó ég klæðist mikið ljósum litum og kvenlegum flíkum, þá elska ég stundum að vera í öllu svörtu og leika mér með mismunandi áferðir á efnum. Svörtu leðurstuttbuxurnar mínar sem ég saumaði minnir mig í grunnskóla hafa aldeilis nýst vel og eru oftar en ekki hluti af svörtu outfitt-i!

IMG_0133

Í byrjun maí var mér boðið í Essie launch party í Hörpunni. Ég mætti að sjálfsögðu ásamt öðrum flottum bloggurum og fjölmiðlafólki. Eventið var alveg ótrúlega flott og boðið var upp á léttar veitingar og smá fræðslu um Essie merkið og vörurnar. Allir voru svo sendir heim með fallegann ‘goody bag’ með nokkrum frábærum Essie vörum til að prófa.

IMG_9974

Ég gat ekki sleppt því að posta aftur myndinni af uppáhalds naglalakks litnum mínum þegar Essie kom til landsins, en það er að sjálfsögðu liturinn Fiji. Mér finnst þetta vera hinn fullkomni litur, þar sem hann er í mínum uppáhalds lit og þekur ótrúlega vel. Þeir sem elska ljós naglalökk eins og ég kannast við það að það getur verið erfitt að finna sér ljós naglalökk sem þekja, svo þessi litur er algjör himnasending. Mér fannst gaman að sjá þegar ég kíkti í Essie standana í búðunum nokkrum dögum eftir að lökkin fóru í sölu hérna á Íslandi að Fiji var uppseldur á þeim flestum, svo greinilega eru einhverjir sammála mér!

IMG_9293

Ég lét loksins verða af því fyrir páska og klippti hárið mitt stutt, sem er eitthvað sem ég er búin að vera að íhuga lengi. Endarnir voru orðnir slitnir og ljótir, og ég hef ekki séð eftir því í eina mínútu að hafa leyft þeim að fjúka. Hárið mitt er mun heilbrigðarar og fallegra og ég ætla mér að halda því þannig!

IMG_9779

Á dögunum fagnaði bloggið 1. árs afmæli, sem hefur nú örugglega ekki farið framhjá ykkur. Í tilefni þess var ég með risastórann gjafaleik sem stóð alla afmælisvikuna, en í henni birti ég gamlar færslur sem stóðu upp úr frá liðnu ári. Það var alveg ótrúlega gaman og dýrmætt fyrir mig að sjá hversu margir voru tilbúnir að fagna afmælinu með mér, og senda mér fallega kveðju, og ég skoða ennþá fallegu kommentin frá ykkur!

IMG_9722

Nokkrum dögum áður en ég fagnaði árs afmæli bloggsins fagnaði ég líka þeim áfanga að ná 5000 like-um á Facebook síðu bloggsins. Ég man eftir þessum degi, en ég var að refresha símann minn á nokkurra mínútna fresti þegar like-in voru alveg að nálgast töluna 5000. Fyrir mér var þetta ansi stór áfangi, og mér finnst alveg frábært að það séu svona margir sem vilja fylgjast með blogginu.

IMG_0015

Til að fagna vorinu fékk ég mér líka þessa gullfallegu tösku í I Am í Kringlunni. Það eru til fullt af fallegum töskum í flottum ljósum litum, sem eru algjört must fyrir sumarið! Kápan mín er líka uppáhalds, en hún er úr Vero Moda og er fullkomin í vorveðrið sem hefur verið úti, létt og þægileg.

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: