Nýtt: TANJA LASHES

Ég var ekkert lítið spennt þegar ég fékk sendingu frá henni gullfallegu vinkonu minni Tönju Ýr, með nýju augnháralínunni sem hún var að gefa út! Fyrir þá sem ekki vita er Tanja með ótrúlega skemmtilegt blogg inná Tanjayr.com, sem ég mæli með að fylgjast með! Mig langar að óska henni innilega til hamingju með þessa gullfallegu línu, og einnig með það að vera fyrsti íslenski bloggarinn sem kemur með eigin línu á markað í snyrtivöruheiminum!

IMG_0318

Öll augnhárin hennar Tönju eru handgerð, og í virkilega fallegum gylltum og hvítum pakkningum. Þau eru mjög létt og mjúk, og alls ekkert óþægileg að vera með, maður finnur varla fyrir þeim! Línan hennar er ótrúlega stór og flott og inniheldur alls 12 týpur, svo það er sko aldeilis um nóg af velja af fallegum augnhárum skal ég segja ykkur! Þau eru ekki alveg komin í sölu ennþá, en það styttist verulega. Þú getur skráð þig á póstlistann hjá henni á beautybytanja.is, og þá fáið þið að vita um leið og þau fara í sölu. Ég mæli svo sannarlega með því til að tryggja ykkur eintak um leið og þau koma! Ég var svo heppin að fá að prófa þau núna, og get ekki beðið eftir að segja ykkur aðeins frá þeim.

Update: Augnhárin eru komin í sölu HÉR!

IMG_0313

Eins og ég sagði eru alveg ótrúlega margar fallegar týpur, en það voru þrjár sem ég féll strax fyrir. Tegundirnar heita eftir löndum stelpnanna sem Tanja kynntist í Miss World, sem mér finnst ótrúlega skemmtilegt og gerir hverja týpu svolítið persónulega. Maður fer líka ósjálfrátt að hugsa um landið sem þær heita eftir, og ég sver að mér finnst ég bara vera mætt í hvítum kjól til Grikklands þegar ég set á mig ‘Greece’. Ég hlakka til að sýna ykkur myndir af mér með þau um helgina, en þá er ég loksins búin í skólanum og ætla aldeilis að gera mig fína og sæta! Þær þrjár tegundir sem ég valdi fyrir sjálfa mig heita Venezuela, Indonesia og Greece.

IMG_0347_fotor

Venezuela augnhárin eru alveg með þeim fallegri sem ég hef séð! Þau eru alveg eeeextra löng og líka virkilega þétt. Þar sem ég er sjálf með mjög löng augnhár sækist ég alltaf í extra löng gerviaugnhár, því ég vill fá ennþá meiri lengd en mín eru. Þessi gefa því bæði lengd og þykkt og eru fullkomin þegar maður vill ná drama lúkkinu!

IMG_0328_fotor

Indonesia eru líka ótrúlega falleg, þau eru líka mjög löng en þykktin er aðeins náttúrulegri en Venezuela. Þetta er alveg með náttúrulegri augnhárum sem ég myndi velja mér, svo það segir ykkur kannski hversu mikið ég elska að hafa löng og sýnileg augnhár. Mér finnst þessi alveg ekta svona ‘beauty’ augnhár, sem henta við svo ótrúlega mörg tilefni. Ekki of mikið en samt mjög flott og áberandi.

IMG_0343_fotor

Greece voru örugglega þau fyrstu sem ég féll fyrir, en mér finnst þau vera svona pínu öðruvísi sem er geggjað. Þau eru mjög löng og endarnir á hárunum eru svolítið “úfnir” sem gefur alveg ótrúlega skemmtilegt lúkk. Það eru til önnur mjög svipuð sem eru styttri, en að sjálfsögðu tók ég lengri týpuna. Ég held að af þeim öllum verði þessi örugglega uppáhalds, enda bilaðslega falleg þegar maður er búin að setja þau á sig!

xxx

Færslan er ekki kostuð en vörurnar eru fengnar sem sýnishorn. Það hefur þó ekki áhrif á álit höfundar og alltaf er sett fram hreinskilið álit í færslum á gydadrofn.com.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: