Góð ráð: Óvæntur ofurhyljari!

Ráðið sem ég ætla að segja ykkur frá í dag finnst örugglega mörgum pínu skrítið, og jafnvel ógeðslegt. En það er allt í lagi..mér fannst það líka fyrst. Þangað til ég prófaði það og sannfærðist! Okei nú megið þið ekki dæma mig af myndinni hér fyrir neðan. Ég veit að ég get verið virkilega mikil subba, en stundum getur það hreinlega bara komið sér vel!

IMG_0265

Þið viitð þegar maður er búin að eiga einhvern fljótandi farða í ákveðinn tíma og það hefur safnast fyrir svona gamalt, ógeðslegt, þornað meik á umbúðunum. Eins og á Encre de Peu farðanum mínum frá YSL hér að ofan. Þetta er mjög subbulegt og manni langar alls ekkert að hafa þetta þarna, og oftast þríf ég þetta af reglulega. Þangað til ég fattaði..að þetta ógeðslega þornaða meik er algjört gull! Þegar vökvinn úr farðanum gufar upp og það þykknar svona, verður það mun meira þekjandi en áður. Það hentar því algjörlega fullkomlega sem hyljari! Ekki bara er mjög góð þekja í því, heldur er það í nákvæmlega sama lit og farðinn, svo þú ert komin með hyljara sem passar alveg fullkomlega við farðann þinn. Ég nota lítinn hyljarabursta til að bera það á litla bletti eins og bólur, eða aðra minni staði þar sem ég þarf aðeins meiri þekju en farðinn minn gefur mér. Þetta virkar með hvaða farða sem er. Þetta er frábær leið til að spara sér hyljarann sinn, og plús að maður fær hyljara sem passar fullkomlega við farðann, sem getur oft verið höfuðverkur að finna! Ég mæli að sjálfsögðu alltaf með því að passa upp á hreinlætið, en á meðan þornaði farðinn er ekki að komast í snertingu við neitt annað og er ekki orðinn of gamall ætti hann að vera í góðu lagi.

xxx

Færslan er ekki kostuð

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: