Ég mæli með: Þessum vörum á Tax Free dögum

Núna standa yfir Tax Free dagar á snyrtivörum í Hagkaup. Fyrir snyrtivörufíkla eins og mig er þetta alltaf eins og hátíð, þar sem maður getur keypt allar uppáhalds snyrtivörurnar sínar á afslætti. Yfirleitt vantar mig ekki neitt, en langar samt alltaf að kaupa mér eitthvað bara því það er afsláttur..týpísk fíkilshegðun ég veit. Ef þú ert eins og ég og langar að kaupa þér eitthvað en veist ekkert hvað, er ég með nokkrar góðar hugmyndir handa ykkur!

IMG_0222_fotor_fotor

Ég mæli að sjálfsögðu með því að allir fari og byrgi sig upp af Essie naglalökkum á afslætti! Þetta eru allra mest uppáhalds naglalökkin mín og þau allra bestu sem ég veit. Það eru ótal fallegir litir í boði en ég mæli með að kíkja á: Fiji (auðvitað), Cute as a button, Lilacism og Mint Candy Apple.

IMG_0202_fotor_fotor

Ef þið eruð ekki búin að prófa nýju I love.. vörurnar mæli ég með að kíkja á fallegu standana í Hagkuap og næla sér í eitthvað krem, skrúbb eða sápu með dásamlegri lykt. Ég mæli sérstaklega með bodyskrúbbnum sem er með hindberja og brómberjalykt (þessum dökkbleika á myndinni), hann er alveg dásamlegur!

Ef þú ert ekki búin/n að prófa líkamskremið frá Elizabeth Arden með grænu tei og hunangsdropum, mæli ég algjörlega með að gera það núna. Ég skrifaði einmitt um það HÉR.

Ég byrgi mig alltaf upp af uppáhalds augnfarðahreinsinum mínum frá L’oreal, ég nota svo endalaust mikið af honum því þetta er eini augnfarðahreinsirinn sem ég get notað. Mæli svo sannarlega með honum!

IMG_0200_fotor_fotor

Besta ilmvatn sem ég veit um er Gucci Flora – Gorgeous Gardenia. Það er samt alveg í dýrari kantinum svo það er ágætt að nota fríhafnardagana ef manni vantar áfyllingu!

Bómull og eyrnapinnar læðast alltaf með í körfuna hjá mér. Þó þeir séu öruggleg ódýrari í Bónus gleymi ég alltaf að kaupa þá þar, því ég man bara eftir þeim ef ég er að kaupa mér snyrtivörur.

Nýji maskarinn frá Maybelline, Lash Sensational er ótrúlega spennandi. Hann á að greiða sérstaklega vel úr augnhárunum og gefa þeim fallega lengd. Ég er ekki búin að prófa hann sjálf en er alveg mega spennt fyrir honum!

xxx

Færslan er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: