Ég mæli með: Veet Oriental vax

Okei nú ætla ég að segja ykkur frá einhverju sem ég hef alltaf ætlað að tala um í einhvern tíma, en aldrei komið mér í það því kannski fannst mér það örlítið vandræðalegt..þó það eigi alls ekkert eitthvað að vera það! Svo um daginn var ég að tala um þetta við nokkrar stelpur og þær sögðu: þú verður að setja þetta á bloggið! Svo nú ætla ég að segja ykkur frá þessu öllu! Þegar ég flutti frá Akureyri til Reykjavíkur í haust, var ég í vandræðum með eitt. Ég hafði nefnilega fundið mér frábæra vax-konu á Akureyri sem ég fór alltaf til einu sinni í mánuði í brasilískt vax og vax undir höndum. Að fara í brasilískt vax er eitthvað sem ég vel að gera fyrir sjálfa mig, og finnst þægilegt og snyrtilegt, en það velja auðvitað allir hvernig þeir vilja hafa líkamshárin sín. Ég gat ekki hugsað mér að byrja að raka hárin aftur, því að þau verða einhvernveginn miklu grófari og vaxa hraðar. Málið er samt að það að fara í brasilískt vax er alveg svolítið persónulegt, og getur verið frekar óþægilegt í fyrstu skiptin. Þegar ég fann mína frábæru vax-konu á Akureyri og fór alltaf til hennar í nokkur ár, var það alveg hætt að vera óþægilegt og mér fannst það alveg ekkert mál. En svo þegar ég flutti þá stóð ég frammi fyrir því að finna mér nýja vax-konu, og var eiginlega alveg týnd. Ég vissi einhvernveginn ekkert hvar þessi þjónusta væri í boði, og þar sem ég þekkti ekki marga sem ég gæti spurt hver væri best að fara tók ég bara ákvörðun..að gera þetta bara sjálf!

IMG_0145

Nú eru örugglega margir sem hugsa: bíddu ha? Vaxar hún …… sjálf? Og já, ég geri það! Ég er vön að taka málin í mínar eigin hendur ef mig vantar eitthvað, svo ég ákvað bara að reyna að finna mér gott vax til að gera þetta sjálf. Ég rakst á þetta vax frá Veet í Hagkaup og ákvað að prufa. Það stóð að það væri með ilmkjarnaolíum og vanillulykt, svo ég hugsaði: það hlýtur að vera gott!

IMG_0155

Í kassanum er dós með vaxinu í, tréspaði, vaxstrimlar, og leiðbeiningar. Vaxstrimlarnir sem fylgja með eru mjög góðir, en ég klára þá yfirleitt í fyrsta skiptið sem ég nota vaxið svo ég þarf alltaf að kaupa auka. Ég kaupi yfirleitt bara hreina auka vaxstrimla frá Veet líka, en þeir fást á sama stað og eru í bleikum pökkum. Ég klippi vaxstrimlana niður í þá stærð sem ég ætla að nota, til að vera ekki að nota alltaf heilann strimil ef ég er kannski bara að taka vax af litlu svæði.

IMG_0148

Þegar maður opnar vaxdósina er vaxið ofan í mjög þykkt og lítur út næstum eins og sýróp eða eitthvað – nema þykkra. Það þarf að hita vaxið fyrir notkun, en fulla krukku á að hita í 45sek í örbylgjuofn (fylgið leiðbeiningunum í pakkanum). Ég nota svo tréspaðann til að hræra í vaxinu þegar það er orðið heitt. Vaxpotturinn endist alveg endalaust, ég veit ekki nákvæmlega hvað mörg skipti en allavega alveg fullt af skiptum.

IMG_0158_fotor

Það sem er sniðugt við tréspaðann er að hann segir þér til ef að vaxið er of heitt. Á fyrri myndinni er hann kaldur, og á seinni myndinni dýfði ég honum í heitt vatn til að sýna ykkur. Þið sjáið að stafirnir No! birtast, og það þýðir að vaxið sé of heitt. Mér fannst þetta mjög sniðugt þar sem helsta hættan við að vaxa sig heima er að setja á sig of heitt vax og brenna sig.

En hvernig geri ég þetta svo? Sko það fyrsta sem ég ætla að segja, er að þetta er ekki endilega eitthvað sem ég mæli með að gera. En þetta er samt hægt og er alveg möguleiki! Ég viðurkenni alveg að fyrstu skiptin sem ég gerði þetta var ég smá stund að ná tækninni, en eftir nokkur skipti var ég nokkurnveginn komin með þetta og núna finnst mér þetta ekkert mál. Ég tek bæði brasilíska svæðið og undir höndunum. Undir höndunum er nú alveg minnsta málið, það eru bara tvær vaxumferðir upp og niður. Hitt er hinsvegar aðeins flóknara..en eins og ég segi snýst það mest um að ná ákveðinni tækni sem mér fannst koma eftir nokkur skipti. Það sem mér finnst þægilegt við að gera þetta sjálf er í fyrsta lagi að geta gert þetta sjálf heima á mínum tíma og þegar mér hentar. Í öðru lagi klárlega kostnaðurinn, en þetta er alveg mun ódýrara en að fara á stofu í hverjum mánuði. En eins og ég segi er þetta alls ekki fyrir alla, og í fyrsta lagi ekki eitthvað sem allir gera yfirhöfuð. Ég man bara þegar ég var að gera þetta fyrst hugsaði ég alltaf: er þetta eitthvað hægt eða? Getur maður þetta alveg sjálfur? Þannig já..þetta er hægt!

xxx

Þessi færsla er ekki kostuð.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: